Einföld marengsbomba



Einföld og fljótleg marengsterta

Elsku marengs! Það elska allir sem ég þekki marengs. Ég elska til dæmis púðursykursmarengsinn hans pabba mikið og það er eitthvað við púðursykurmarengs, rjóma og annað gúmelaði sem hreinlega getur ekki klikkað. Hér er ég í raun mjög einföld útgáfa af guðdómlegri bombu! Púðursykurmarengs með rjóma sem toppaður er með kókosbollum, berjum og nammi.

Marengsbomba með þristum og kókosbollum

Það er alltaf hægt að baka marengs með góðum fyrirvara svo ef það er helgi eða veisla framundan má vel gera marengsinn nokkrum dögum fyrr og geyma bara í köldum ofninum. Þá er svo lítið mál að þeyta rjóma og raða ofan á hann deginum áður. En ef tíminn er naumur þá má hann bara kólna aðeins niður með ofninum og svo taka hann út og leyfa honum að kólna alveg áður en rjóminn er settur ofan á.

Marengsbomba sem er fljótlegt að gera

Einföld marengsbomba

Marengs og toppar uppskrift

  • 5 eggjahvítur
  • 350 g púðursykur
  1. Hitið ofninn í 140°C.
  2. Þeytið saman eggjahvítur og púðursykur þar til topparnir halda sér vel.
  3. Teiknið um 25 cm hring í þvermál á bökunarpappír og útbúið vænan marengsbotn (út um ¾ af blöndunni) og sprautið marengstoppa á aðra bökunarplötu úr restinni.
  4. Bakið toppana í 40 mínútur og takið þá út úr ofninum en bakið marengsinn áfram í 20 mínútur til viðbótar eða samtals í eina klukkustund. Leyfið honum að kólna niður með ofninum.

Fylling og skraut

  • 500 ml þeyttur rjómi
  • Litlar kókosbollur
  • Snjóboltar frá Kólus, í öllum litum
  • Hindber og rifsber
  • Marengstoppar
  1. Smyrjið rjómanum yfir marengsbotninn.
  2. Raðið öðrum hráefnum að vild ofan á rjómann!
Púðursykursmarengs með rjóma

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun