„Smørrebrød“ með síld⌑ Samstarf ⌑
Síld á naan brauði er hin fullkomna smörrebrod sneið

Það er ótrúlega gaman að gera smurbrauð eða „smørrebrød“ eins og flestir þekkja. Möguleikarnir eru óendanlegir og hér ákvað ég að leika mér aðeins með nýjar tegundir af síld frá Ora.

Smurbrauð uppskriftir

Maðurinn minn ELSKAR síld svo ég fabúleraði aðeins með honum um hugmyndir en hann var voða fastur í rúgbrauðinu, hahaha! Ég bar undir hann nýstárlegri hugmynd með naan brauði og jú, hann var til í að smakka svo úr varð smá tilraunastarfsemi. Ég gerði aðra fremur klassíska en hina óhefðbundna og hann var yfir sig hrifinn af þeim báðum svo það má svo sannarlega hugsa út fyrir rúgbrauðið í framtíðinni!

Ekta smurbrauð með síld frá Ora

„Smørrebrød“ með síld uppskriftir

Smørrebrød með karrísíld og kókos

6 snittur

 • 1 krukka Ora karrísíld með kókos
 • 3 lítil naan brauð
 • Eggjahræra (3 egg)
 • Salat (spínat, klettasalat, annað)
 • ½ grænt epli (þunnt skorið)
 • Radísur (þunnt skornar)
 • Steinselja
 1. Skerið naan brauðin til helminga svo úr verði sex snittur.
 2. Setjið salat neðst, næst eggjahræru og svo síld, skiptið öllu jafnt niður á snitturnar.
 3. Skreytið með eplum, radísum og steinselju.
„Smørrebrød“ með síld uppskriftir

Smørrebrød með dijonsíld og sinnepsfræjum

6 snittur

 • 1 krukka Ora dijonsíld með sinnepstfræjum
 • Rúgbrauðskubbur frá Myllunni (t.d Bónusrúgbrauðskubbur)
 • 6 litlar kartöflur (soðnar, flysjaðar, kældar og skornar til helminga)
 • 3 harðsoðin egg (skorin í sneiðar)
 • Alfa alfa spírur
 • Súrar gúrkur (skornar í strimla)
 • Dill
 • Kapers
 1. Blandið síld og kartöflum varlega saman með sleif og skiptið niður á sex rúgbrauðssneiðar.
 2. Setjið næst eggjasneiðar, alfa alfa spírur, súrar gúrkur, dill og kapers.
Rúgbrauð með síld, smörrebrauð

Síldarsnittur og bjór eru síðan hin fullkomna tvenna!

„Smørrebrød“ með síld uppskriftir

Hemmi elskar síld, dijon sinnep, súrar gúrkur og bjór svo þið getið rétt ímyndað ykkur gleðina hjá mínum manni þennan daginn!

Smörrebrod á naan brauði sem nýjung með síld

Mér fannst þessi aftur á móti betri því ég er algjör naan aðdáandi og síðan passaði ótrúlega vel með að hafa stökk eplin og eggjahræruna með þessari karrí og kókos síld.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun