Fyllt avókadó⌑ Samstarf ⌑
Fyllt avókadó

Hér kemur ein dásamleg uppskrift sem ég útbjó fyrir Gott í matinn á dögunum. Um er að ræða ketó vænan kost og mæli ég svo sannarlega með að þið prófið þessa hvort sem þið eruð á ketó fæði eða ekki!

Fyllt avókadó uppskrift

 • 1 bréf beikon (um 200 gr)
 • 200 gr rifinn eldaður kjúklingur
 • 2 x tómatur
 • 250 g kotasæla
 • ½ smátt saxaður rauðlaukur
 • 50 g saxað iceberg salat
 • 1 msk saxað kóríander
 • 3 x avókadó
 • Salt og pipar
 1. Hitið ofninn 200°C
 2. Setjið beikonsneiðarnar á bökunarpappír á plötu/grind og bakið þar til stökkt, takið þá út og leggið á eldhúsbréf og kælið.
 3. Skerið tómatana í litla teninga og blandið saman við rifinn kjúklinginn, kotasæluna, kálið, laukinn, kóríander og myljið að lokum beikonið saman við (geymið örlítið til að strá yfir í lokin). Kryddið til með salti og pipar.
 4. Skerið avókadó til helminga, fjarlægið steininn og örlítið til viðbótar til þess að koma blöndunni betur fyrir.
 5. Fyllið avókadóið og skreytið með kóríander og smá beikonkurli.
Ketó uppskriftir

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun