
Hér kemur ein dásamleg uppskrift sem ég útbjó fyrir Gott í matinn á dögunum. Um er að ræða ketó vænan kost og mæli ég svo sannarlega með að þið prófið þessa hvort sem þið eruð á ketó fæði eða ekki!
Fyllt avókadó uppskrift
- 1 bréf beikon (um 200 gr)
- 200 gr rifinn eldaður kjúklingur
- 2 x tómatur
- 250 g kotasæla
- ½ smátt saxaður rauðlaukur
- 50 g saxað iceberg salat
- 1 msk saxað kóríander
- 3 x avókadó
- Salt og pipar
- Hitið ofninn 200°C
- Setjið beikonsneiðarnar á bökunarpappír á plötu/grind og bakið þar til stökkt, takið þá út og leggið á eldhúsbréf og kælið.
- Skerið tómatana í litla teninga og blandið saman við rifinn kjúklinginn, kotasæluna, kálið, laukinn, kóríander og myljið að lokum beikonið saman við (geymið örlítið til að strá yfir í lokin). Kryddið til með salti og pipar.
- Skerið avókadó til helminga, fjarlægið steininn og örlítið til viðbótar til þess að koma blöndunni betur fyrir.
- Fyllið avókadóið og skreytið með kóríander og smá beikonkurli.
