
Það er eitthvað svo dásamlegt við piparmyntubragð og í bland við súkkulaði gerast einhverjir töfrar fyrir bragðlaukana. Það er því ekki hægt að segja annað en þessar brúnkur séu samsetning sem vert er að prófa!

Piparmyntubrúnkur uppskrift
Kaka
- 225 g smjör við stofuhita
- 300 g sykur
- 100 g púðursykur
- 4 egg
- 2 tsk vanilludropar
- 180 g hveiti
- 80 g bökunarkakó
- 1 tsk lyftiduft
- 1 pk (20 stk) Fazermint molar
- Hitið ofninn 175°C
- Þeytið smjör og báðar tegundir af sykri þar til létt og ljóst.
- Bætið eggjunum saman við, einu í einu og skafið og þeytið vel á milli og setjið þá vanilludropana saman við blönduna og hrærið.
- Blandið þurrefnunum sem eftir standa saman í skál og því næst saman við smjörblönduna.
- Saxið Fazermint molana gróft og vefjið þeim saman við deigið.
- Hellið í vel smurt form sem er um 20 x 30 cm á stærð og bakið í um 35 mínútur.
- Kælið vel og útbúið því næst kremið.

Krem og skraut
- 110 g smjör við stofuhita
- 40 g bökunarkakó
- 230 g flórsykur
- 2 tsk vanilludropar
- 3 msk mjólk
- Fazermint molar og fersk mynta til skrauts
- Setjið öll hráefnin saman í skál fyrir utan Fazermint mola og myntu.
- Hrærið rólega þar til allt er blandað og þeytið þá þar til létt og ljóst krem hefur myndast.
- Smyrjið yfir kalda kökuna, skerið í bita og skreytið með Fazermint molum og ferskri myntu.

Fyrir þá sem vilja sleppa fersku myntunni þá er það alveg sjálfsagt, bitarnir eru dásamlegir einir og sér með Fazermint mola á toppnum.