Brie skýjasnittur⌑ Samstarf ⌑

Hér kemur ein ketóvæn uppskrift fyrir áhugasama! Útbjó þessa fyrir Gott í matinn á dögunum og það er alveg magnað hvað það er hægt að útbúa margt girnilegt og gómsætt án kolvetna!

Skýjabrauð (18-20 stk)

 • 3 stór egg (við stofuhita)
 • 3 msk grísk jógúrt (við stofuhita)
 • ¼ tsk lyftiduft
 1. Hitið ofninn 150°C og klæðið bökunarplötu með bökunarpappír.
 2. Skiljið eggin og hafið hvítur í annarri skál og rauður í hinni.
 3. Þeytið saman eggjarauður og gríska jógúrt þar til kekkjalaus og örlítið froðukennd blanda hefur myndast.
 4. Þeytið því næst eggjahvítur og lyftiduft saman þar til stífþeytt.
 5. Vefjið þá eggjahvítublöndunni varlega saman við eggjarauðublönduna og varist að hræra of mikið en þó nægilega mikið til að jöfn blanda myndist. Ef það er hrært of lengi gæti það valdið því að brauðið fellur og flest út.
 6. Skammtið góðar kúlur á bökunarpappír með matskeið og fletjið örlítið út.
 7. Bakið í um 18-22 mínútur eða þar til brauðið er farið að gyllast, gott er að strá grófu salti yfir brauðið um leið og það kemur úr ofninum og færið það síðan yfir á kæligrind á meðan pestó og álegg er útbúið.

Pestó

 • 1 box af ferskri basiliku
 • 3 x hvítlauksrif
 • 100 gr rifinn parmesan ostur
 • Ólífuolía (um 3 msk)
 • Salt og pipar
 • Rífið ostinn og setjið basiliku, hvítlauksrif og ost í matvinnsluvél og maukið vel.
 • Hellið ólífuolíu saman við í litlum skömmtum þar til þykktin er góð og smakkið til með salti og pipar.

Álegg

 • Sveitaskinka, salami, hráskinka eða annað kjötálegg
 • Dala Brie ostur skorinn í sneiðar

Gott er smyrja vel af pestó á hvert brauð og því næst setja skinku og brie ost þar ofan á.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun