KornflexdraumurValentínusardagurinn nálgast og varð mér hugsað til hans um daginn og ákvað að reyna að finna eitthvað fljótlegt og gott að útbúa en þó með „Valentínusarívafi“.

Ég fletti í bókum hér heima og fann hugmyndina að þessum kornflexdraumi í lítilli uppskriftarbók um bollakökur. Ég keypti þessa bók þegar við bjuggum í Bandaríkjunum og er hún ein af þeim sem ég keypti meira fyrir augað heldur en hitt því hún er svo bleik, lítil og krúttleg. Engu að síður er fullt af sniðugum uppskriftum í henni og mun ég eflaust prófa mig áfram með fleiri þeirra á næstunni.

En hér kemur uppskriftin af Kornflexdraumnum…..

 • 250gr suðusúkkulaði
 • 50gr smjör
 • 7 msk sýróp
 • 100gr Brasilíuhnetur (1 poki)
 • 1 dl rúsínur
 • 1 dl tröllahafrar (í lagi að nota venjulegt haframjöl)
 • 10 dl Cornflakes (Kelloggs)
 • Kokteilber til skrauts
 • Bollakökuform (pappa)

Aðferð

 1. Saxið hneturnar niður og geymið til hliðar.
 2. Brjótið súkkulaðið niður í bita og setjið í pott ásamt smjöri og sýrópi, hitið við miðlungshita þar til bráðið. Hrærið vel saman og hækkið hitann aðeins í lokin og leyfið að „bubbla“ í um eina mínútu.
 3. Takið pottinn af hellunni og hrærið hnetum, rúsínum og haframjöli saman við.
 4. Cornflakes er síðan hrært útí súkkulaðiblönduna í nokkrum skömmtum þar til allt er vel hjúpað.
 5. Setjið hæfilegt magn í í hvert pappaform og setjið eitt kirsuber á toppinn á hverri köku.

3 Replies to “Kornflexdraumur”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun