Skittles bollakökur



Ég lofaði fleiri litríkum hugmyndum inn fyrir helgina og hér kemur sko sannarlega ein litrík og einföld!

Við skelltum í súkkulaði bollakökur, vanillu smjörkrem og hófumst svo handa við föndrið.

Þetta kom ótrúlega vel út og er þetta einfalt, fljótlegt og afar fallegt fyrir augað.

  1. Baka þær bollakökur sem ykkur þykja góðar.
  2. Útbúa smjörkrem eða annað krem sem ykkur þykir gott og hægt er að lita (jafnvel væri alveg hægt að nota súkkulaðikrem því Skittlesið hylur kökuna nánast alveg).
  3. Raðið Skittlesi á hverja bollaköku eins og ykkur listir. Við byrjuðum innst og færðum okkur niður, fjórði og síðasti Skittleshringurinn náði því aðeins útfyrir formið en það gerði þetta bara enn fallegra.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í Nettó

2 Replies to “Skittles bollakökur”

  1. Vá, ekkert smá flott!
    Frábær síða hjá þér.

    Mig langaði svo að forvitnast hjá þér hvað þér finnst vera besta smjörkremið til að setja á súkkulaðikökur? 🙂

    1. Hæ,hæ Ragnhildur
      Þetta er uppskriftin af uppáhalds súkkulaði-smjörkreminu mínu
      125gr smjör (mjúkt)

      500gr flórsykur
      1 egg
      2 tsk vanilludropar
      3 msk sýróp
      3-6 msk bökunarkakó (eftir því hversu sterkt bragð þú vilt)

      Bestu kveðjur,
      Berglind

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun