Undanfarið hef ég verið að prófa eitt og annað í nestistöskuna sem er í hollari kantinum en um leið gott. Fjölskyldu og vinnufélögum hefur í það minnsta líkað þetta vel svo það ætti að vera þorandi að deila þessu með ykkur.
Ristuð hnetu- og möndlublanda með rósmarín uppskrift
- 500gr möndlur með hýði
- 200gr cashew hnetur
- 100gr brasilíuhnetur
- 1-2 msk Agave sýróp
- 2 msk Akasíuhunang
- Gróft salt
- Rósmarín
- Hitið ofninn 130°C.
- Hitið sýróp og hunang í potti við vægan hita í stutta stund (til að þynna aðeins blönduna).
- Takið af hellunni og hrærið möndlum og hnetum saman við.
- Hellið í ofnskúffu klædda bökunarpappír og dreifið úr.
- Stráið grófu salti og rósmarín yfir blönduna.
- Bakið í um 30 mínútur og hrærið aðeins í blöndunni nokkrum sinnum á meðan.
- Varist að ofrista blönduna og það er allt í lagi þó þetta sé örlítið klístrað þegar það er tekið út, sýrópið harðnar þegar það kólnar.
- Brjótið í sundur þar sem þarf áður en blandan kólnar alveg.