Tamari ristaðar möndlurHún Elena samstarfskona mín kom með svona möndlur í vinnuna á dögunum og mikið sem þær voru góðar. Við fengum mörg hver uppskriftina hjá henni og verð ég að mæla með þessari útgáfu í nestistöskuna þessa vikuna!

Tamari ristaðar möndlur

 • 500gr Rapunzel möndlur með hýði
 • 1 flaska Tamari sósa
 • 2 tsk birkireykt salt (gróft)
 • 1 tsk hvítlauksduft
 • ½ tsk cayenne pipar

 1. Blandið öllum hráefnum nema möndlum saman í skál.
 2. Hellið möndlunum saman við blönduna og leyfið að drekka í sig vökvann í um 30 mínútur, hrærið í blöndunni af og til á meðan.
 3. Hellið mesta vökvanum af í aðra skál og setjið möndlurnar því næst á bökunarplötu klædda bökunarpappír og ristið í ofni í um 30-40 mínútur við 110°C.
 4. Snúið af og til og bíðið þar til allur vökvi hefur þurrkast upp og möndlurnar fara að brúnast (varist þó að rista ekki of lengi svo þær brenni ekki).
 5. Gott er að nýta vökvann sem eftir situr fyrir sólblómafræ eða cashew hnetur og rista þær einnig í ofninum.

Leyfið möndlunum að kólna alveg og þá er hægt að setja þær í krukkur eða beint í litla zip-lock poka til að setja í nestistöskuna.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun