Hún Elena samstarfskona mín kom með svona möndlur í vinnuna á dögunum og mikið sem þær voru góðar. Við fengum mörg hver uppskriftina hjá henni og verð ég að mæla með þessari útgáfu í nestistöskuna þessa vikuna!
Tamari ristaðar möndlur
- 500gr Rapunzel möndlur með hýði
- 1 flaska Tamari sósa
- 2 tsk birkireykt salt (gróft)
- 1 tsk hvítlauksduft
- ½ tsk cayenne pipar
- Blandið öllum hráefnum nema möndlum saman í skál.
- Hellið möndlunum saman við blönduna og leyfið að drekka í sig vökvann í um 30 mínútur, hrærið í blöndunni af og til á meðan.
- Hellið mesta vökvanum af í aðra skál og setjið möndlurnar því næst á bökunarplötu klædda bökunarpappír og ristið í ofni í um 30-40 mínútur við 110°C.
- Snúið af og til og bíðið þar til allur vökvi hefur þurrkast upp og möndlurnar fara að brúnast (varist þó að rista ekki of lengi svo þær brenni ekki).
- Gott er að nýta vökvann sem eftir situr fyrir sólblómafræ eða cashew hnetur og rista þær einnig í ofninum.
Leyfið möndlunum að kólna alveg og þá er hægt að setja þær í krukkur eða beint í litla zip-lock poka til að setja í nestistöskuna.