Vorlegir vanillu kökupinnarÁ dögunum gerði ég kökupinna fyrir fermingarveislu hjá vinkonu dóttur minnar. Hún var með appelsínugult og hvítt þema og steingleymdi ég að taka myndir af þeirri útgáfu af pinnum, svo mikið lá mér á að koma þeim í réttar hendur í tíma.

Ég lék mér hins vegar með örfáa og notaði nýju rörin sem ég var að kaupa á netinu til að útbúa vorlega og fallega vanillu kökupinna. Þessir eru með þeim krúttlegri og voru dásamlega bragðgóðir.

Ég bakaði vanillu kökumix frá Betty Crocker og muldi saman við Betty Crocker vanilla frosting, hjúpaði svo með hvítu og appelsínugulu Candy Melts. Blómin útbjó ég úr gumpaste deginum áður og gaman er að skreyta kökupinna með smá kökuskrauti og sykurblómum.

Aðferð við að útbúa kökupinna getið þið svo fundið hér á síðunni.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun