Hótel Ísafjörður



Hótel Ísafjörður og veitingastaðurinn við Pollinn á Ísafirði fá toppeinkunn

Við fjölskyldan heimsóttum Ísafjörð í fyrsta skipti í sumarfríinu. Þangað var virkilega gaman að koma og gistum við í tvær nætur á Hótel Ísafirði. Við hefðum ekki geta verið ánægðari með dvölina á þessu fallega hóteli sem stendur á besta stað í bænum.

Hótel Ísafjörður og veitingastaðurinn við Pollinn á Ísafirði fá toppeinkunn

Útsýnið úr herbergisglugganum var ekki amalegt og það var milt og lygnt veður á meðan við ferðuðumst um nágrenni Ísafjarðar.

Hótel Ísafjörður og veitingastaðurinn við Pollinn á Ísafirði fá toppeinkunn

Við snæddum dýrindis kvöldverð annað kvöldið okkar á veitingastaðnum Við Pollinn sem staðsettur er á jarðhæð hússins og kem ég nánar að því hér síðar í færslunni.

Við vorum einnig í morgunmat á hótelinu og það er eitthvað svo kósý við að vakna á hóteli og fara niður í morgunmat, sérlega þegar veitingastaðurinn er með guðdómlegt útsýni líkt og morgunverðarsalurinn á Hótel Ísafirði.

Stelpurnar okkar elska í það minnsta hótelmorgunmat og eru sko alveg tilbúnar að stilla vekjaraklukku í fríi til að missa ekki af slíkum. Brauðin á hótelinu eru flest bökuð á staðnum og drottinn minn hvað þau voru góð með hinum ýmsu áleggstegundum sem voru í boði.

Þegar fimm manna fjölskylda ferðast saman þarf stundum að skipta sér upp í tvö herbergi. Við vorum í tveimur standard herbergjum beint á móti hvort öðru og annað var með útsýni yfir torgið og Gamla bakaríið og hitt yfir Pollinn, hvort um sig með sinn sjarma og nóg pláss fyrir alla.

Hér var spilað, kósýkvöld haldin, horft á sjónvarpið og haft það huggulegt.

Tvö svona herbergi hentuðu okkar fjölskyldu í það minnsta mjög vel.

Hótel Ísafjörður og veitingastaðurinn við Pollinn á Ísafirði fá toppeinkunn

Beðið eftir strætó fyrir framan hótelið…..já eða kannski bara verið að fá sér sæti í kvöldgöngunni!

Hótel Ísafjörður og veitingastaðurinn við Pollinn á Ísafirði fá toppeinkunn

Hér fyrir neðan gefur svo að líta hluta af matseðli veitingastaðarins Við Pollinn en þar snæddum við seinna kvöldið okkar á Ísafirði.

Hótel Ísafjörður og veitingastaðurinn við Pollinn á Ísafirði fá toppeinkunn

Í forrétt fengum við okkur hægeldaðan silung sem borinn var fram með sellerýrótarmauki, sýrðum fennel og klettasalati. Þessi silungur var algjörlega dásamlegur ásamt því að vera undurfallegur á diski.

Hótel Ísafjörður og veitingastaðurinn við Pollinn á Ísafirði fá toppeinkunn

Súpa dagsins þennan daginn var aspassúpa og Hemmi elskar aspassúpur. Þessi minnti hann á jólin hjá foreldrum sínum í „gamla daga“ en mamma hans er alltaf með aspassúpu í forrétt. Súpan var dásamleg með nýbökuðu brauði og þeyttu smjöri, namm!

Hótel Ísafjörður og veitingastaðurinn við Pollinn á Ísafirði fá toppeinkunn

Fiskur dagsins var ekki af verri endanum, borinn fram með ofnbökuðu grænmeti ásamt undursamlegu byggi.

Hótel Ísafjörður og veitingastaðurinn við Pollinn á Ísafirði fá toppeinkunn

Ég var búin að vera svo mikið í fiski og salati dagana áður en við komum á Ísafjörð að það var alveg kominn tími á steik fyrir mig. Ég pantaði mér því grillað lamba prime með steiktu grænmeti, hasselback kartöflu og demi glace sósu. Þetta var svoooooooooo gott að það gæti verið ég þyrfti að taka rúnt til Ísafjarðar fyrir annan skammt bráðlega!

Hótel Ísafjörður og veitingastaðurinn við Pollinn á Ísafirði fá toppeinkunn

Stelpurnar voru samar við sig og fóru í fisk og franskar. Þær verða brátt búnar að smakka slíkan rétt í öllum landshlutum en þetta er einmitt þannig réttur að erfitt er að fá leið á honum. Síðan er líka svo gaman að sjá mismunandi útfærslur og hér var hann alveg frábærlega ferskur og góður með stökkum kartöflum.

Hótel Ísafjörður og veitingastaðurinn við Pollinn á Ísafirði fá toppeinkunn

Hulda Sif litla krútt er samlokukerling á milli þess sem hún velur fisk og tómatsósu með frönskum. Því var þessi krakkasamloka vel þegin af litlu skottunni okkar þetta kvöldið eftir langan dag á flakki um allar sveitir.

Hótel Ísafjörður og veitingastaðurinn við Pollinn á Ísafirði fá toppeinkunn

Eftirréttir eru eitthvað sem alltaf er pláss fyrir og þessi volga súkkulaðikaka er með þeim betri sem ég hef smakkað. Hún var svo mikið ekta að hver biti bráðnaði í munni. Þessi kaka er bökuð á veitingastaðnum á hótelinu og það sem hún var ljúffeng….mmmmm!

Hótel Ísafjörður og veitingastaðurinn við Pollinn á Ísafirði fá toppeinkunn

Þeir sem ekki fóru í köku fengu sér Örnuís með karamellusósu en Arna er einmitt með mjólkurvinnslu sína á Bolungarvík svo hér erum við að tala um ís úr heimabyggð. Súkkulaði, vanillu og piparmyntukúlur voru á disknum ásamt ljúffengri karamellusósu, berjum og hnetukrönsi. Við áttum í það minnsta ekki von á því að klára alla eftirrétti eftir svona góðan mat en viti menn…..við fórum létt með það því þeir voru bara aðeins of góðir!

Hótel Ísafjörður og veitingastaðurinn við Pollinn á Ísafirði fá toppeinkunn

Við gengum Ísafjörð þveran og endilangan þessa tvo daga sem við vorum þar, skoðuðum ýmis hús, höfnina, fórum í sund og keyrðum til nærliggjandi bæja. Ég mun segja ykkur betur frá ferðalaginu frá A-Ö fljótlega í sér færslu hér á síðunni.

Við mælum í það minnsta heilshugar með heimsókn á Hótel Ísafjörð fyrir ykkur sem eruð á leið á Vestfirði, þar var dásamlegt að vera.

Einnig er hægt að sjá frá heimsókninni undir „Gisting og veitingar“ í Highlights á Instagram fyrir ykkur sem hafið áhuga.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun