Ítalskt salat með grillosti⌑ Samstarf ⌑
Tómatar, basilíka og grillostur, ítalskt og sumarlegt salat

Um daginn kom út nýr grillostur frá MS í anda Halloumi osts. Ég var fengin til að prófa að útbúa nokkrar uppskriftir fyrir þau og er þetta ítalska salat ein af þeim. Alveg hreint guðdómlegt, ferskt og gott!

Tómatar, basilíka og grillostur, ítalskt og sumarlegt salat

Það er gaman að vinna með þennan ost á grillinu og magnað hvað hann þolir mikið áður en hann fer að bráðna eitthvað niður svo hann hentar fyrir ýmislegt sniðugt sem hefðbundinn ostur gerir ekki.

Tómatar, basilíka og grillostur, ítalskt og sumarlegt salat

Ítalskt salat

 • 1 stykki grillostur frá Gott í matinn (260 g)
 • 1 askja kirsuberjatómatar
 • 1 búnt basilíka
 • 2 msk. grænt pestó
 • 4 msk. virgin ólífuolía
 • Balsamikgljái
 • Furuhnetur
 1. Skerið tómatana niður, saxið niður basilíkuna og blandið 2 matskeiðum af ólífuolíu saman við, hellið á fallegan disk.
 2. Skerið ostinn í sneiðar (um 1 sm þykkar) og grillið á meðalheitu grilli. Gott er að bera vel af matarolíu á grillið áður en osturinn er settur ber á grindina. Grillið ostinn í um 2 mínútur á hvorri hlið eða þar til hann fer að mýkjast.
 3. Hrærið saman 2 matskeiðar af pestó og 2 matskeiðar af ólífuolíu og hafið til taks þegar osturinn er tilbúinn.
 4. Raðið ostinum yfir salatið og setjið pestó, balsamikgljáa og furuhnetur yfir.
Tómatar, basilíka og grillostur, ítalskt og sumarlegt salat

Mæli með þið prófið þessa snilld!

Tómatar, basilíka og grillostur, ítalskt og sumarlegt salat

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun