
Það er fátt betra á virkum dögum að mínu mati en fiskréttur í ofni. Það er svo þægilegt að geta sett allt í eitt fat, gengið frá öllu öðru á meðan og lagt á borð.

Þessi réttur er fjölskylduvænn og dásamlega góður.

Ofnbakaður fiskur með papriku og chili
Fyrir um 5 manns
- 900 g þorskhnakkar
- 1 stykki rauð paprika
- 3 hvítlauksgeirar
- Rjómaostur með grillaðri papriku og chili frá Gott í matinn
- 500 ml rjómi frá Gott í matinn
- Rifinn ostur
- Salt og pipar eftir smekk
- Ólífuolía til steikningar
- Meðlæti: hrísgrjón, graslaukur
- Hitið ofninn í 180°C.
- Skolið og þerrið þorskhnakkana og raðið þeim í botninn á eldföstu móti, kryddið aðeins með salti og pipar.
- Skerið papriku í strimla og rífið niður hvítlaukinn. Steikið upp úr ólífuolíu þar til mýkist og hellið þá rjóma og rjómaosti saman við. Hrærið saman þar til rjómaosturinn er bráðinn.
- Hellið paprikusósunni yfir fiskinn í fatinu, rífið vel af osti yfir allt saman og bakið í um 30 mínútur í ofninum.
- Sjóðið á meðan hrísgrjón og berið fram með fiskinum ásamt söxuðum graslauk.

Mæli sannarlega með því að þið prófið þennan rétt við tækifæri!

Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM