Sykurmassablóm



a137

 

Það er gaman að skreyta heilar kökur jafnt sem bollakökur með þessum skemmtilegu sykurmassablómum.

Best þykir mér að nota „Gumpaste“ og hægt er að gera þessi blóm í hvaða litum sem er.

Fletja þarf „Gumpaste“ frekar þunnt út, skera út blóm með rósaskera og síðan þynna laufblöðin með kúluáhaldi á þéttum svampi. Gott er að láta blómin síðan þorna í eggjabakka eða öðru slíku og um að gera að hafa ekki öll nákvæmlega eins, endilega hafa sum opnari og önnur meira lokuð. Það má láta staðar numið hér og bleyta miðjuna með smá sykurmassalími (volgt vatn og smá „Gumpaste“ leyst upp í því) og setja skrautperlur í miðjuna.

skref1

 

Gumpaste harðnar á einni nóttu og næsta skref (ef þess er óskað) er að mála blómin með duftlitum. Ef þess er óskað er geymt að setja skrautperlurnar þar til það er búið. Notið þurran pensil og litið að vild með duftlitunum. Því næst þarf að gufa blómin og þar sem ég á ekki gufuvél nota ég hraðsuðuketilinn 🙂

skref2

Best er að taka í blómið með lítilli töng og færa það: að – frá og svo aftur að gufunni, leggja það síðan á smjörpappír og setja perlurnar í miðjuna (það má líka bleyta miðjuna eftirá með smá sykurmassalími og setja þær þá).

Þetta þarf svo aftur að þorna yfir nótt (í nokkrar klukkustundir) og svo er notast við pensil og sykurmassalím þegar líma á blómin á köku þakta sykurmassa. Varast skal þó að setja of mikið „lím“ því þá getur blómið runnið af. Haldið við hvert blóm þar til þið finnið að það hefur „klístrast“ við og þá er óhætt að ná í það næsta.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun