Sykursætar súkkulaði bollakökurÉg hef mjög gaman af því að leika mér með kökumix og finnst alltaf jafn spennandi að prófa eitthvað nýtt, já og líka bara eitthvað svo einfalt!

Hér kemur uppskrift af súkkulaði bollakökum frá Betty Crocker með sykurpúðum, dökkum og ljósum súkkulaðibitum……Mmmmm

Bollakökur uppskrift

 • 1 pakki Betty Crocker Devils food cake mix og hráefni sem því fylgir (egg, olía, vatn)
 • 1 pakki Royal súkkulaðibúðingur (duftið)
 • 80 gr dökkt gróft saxað súkkulaði/súkkuaðidropar
 • 80 gr ljóst gróft saxað súkkulaði/súkkuaðidropar
 • 100 gr sykurpúðar (stórir klipptir í hluta eða litlir)
 1. Hitið ofninn 160°C
 2. Gerið bollakökuform tilbúin um 22stk (ég setti pappaform ofaní álform til að þær haldi lagi en tók pappaformin svo af eftir bakstur).
 3. Hrærið kökumixið samkvæmt leiðbeiningum.
 4. Bætið súkkulaðibúðing útí þegar búið er að hræra deigið og að lokum súkkulaðinu og sykurpúðunum og blandið saman.
 5. Bakið í um 18 mínútur.
 6. Bollakökurnar verða örlítið klístraðar eftir sykurpúðana svo best er að ná þeim úr formunum meðan þær eru volgar.
 7. Bollakökurnar eru guðdómlegar á þessu stigi en til að toppa þær enn frekar má setja á þær súkkulaðigljáa þegar þær hafa kólnað.

Súkkulaðigljái uppskrift

 • 70gr saxað suðusúkkulaði
 • 3/4 dl rjómi
 • 1/2 tsk vanilludropar
 1. Hitið rjómann að suðu.
 2. Hellið yfir saxað súkkulaðið og leyfið að standa örlitla stund.
 3. Hrærið vel saman þar til súkkulaðið er bráðið og kælið í um 30 mínútur og leyfið að þykkna (hrærið í stöku sinnum á meðan).
 4. Setjið í sterkan poka (zip-lock) og klippið örlítið gat á hornið og dreifið þvers og kruss yfir kökurnar.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í Nettó

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun