Baunapasta



⌑ Samstarf ⌑
frá Explore Cuisine (200 g)

Það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt, ferskt, hollt og gott. Hér er á ferðinni pasta sem er alls ekki eins og venjulegt pasta heldur baunapasta frá Explore Cuisine. Það er vegan, glúteinfrítt, próteinríkt og kolvetnaminna en annað pasta og virkilega gaman að leika sér með útfærslur. Hér fyrir neðan koma tvær mismunandi uppskriftir fyrir ykkur að leika eftir.

frá Explore Cuisine (200 g)

Edamame fettuccine

  • 1 pakki „Edamame & Mung Bean“ Fettuccine frá Explore Cuisine
  • 200 g ferskt spínat
  • 50 g saxaðar pekanhnetur
  • 3 msk. grænt pestó
  • 3 msk. ólífuolía + meira til steikingar
  • Parmesan ostur
  • Smá sítrónusafi kreistur yfir (má sleppa)
  • Salt og pipar eftir smekk
  1. Steikið spínatið upp úr ólífuolíu, saltið og piprið og leggið til hliðar.
  2. Sjóðið fettuccine samkvæmt leiðbeiningum á pakka og ristið pekanhneturnar á meðan.
  3. Hrærið saman 3 msk. af pestó og 3 msk. af ólífuolíu og blandið saman við soðið fettuccine, pekanhnetur og spínat.
  4. Berið fram með rifnum parmesan osti.
frá Explore Cuisine (200 g)

Pestó og parmesan fór einstaklega vel með þessum rétti og gott að hafa stökkar hneturnar með.

frá Explore Cuisine (200 g)

Mmmmm……

Explore Cuisine baunapasta með pestó eða sesamolíu

Svartbauna spaghetti

  • 1 pakki „Black Bean“ spaghetti frá Explore Cuisine (200 g)
  • 1 brokkolíhaus
  • 200 g frosnar strengjabaunir
  • Sesamfræ
  • Sesam- og engiferlögur (sjá uppskrift hér að neðan)
  • Salt og pipar eftir smekk
  • Ólífuolía
  1. Skerið brokkolí niður í munnstóra bita, steikið upp úr ólífuolíu, saltið og piprið og leggið til hliðar.
  2. Sjóðið strengjabaunir og spaghetti samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
  3. Blandið síðan spaghetti, brokkolíbitum, strengjabaunum og sesam- og engiferlegi saman á pönnunni og stráið sesamfræjum yfir allt.

Sesam- og engiferlögur

  • 2 msk. sesamolía
  • 2 msk. soyasósa
  • 2 msk. agave sýróp
  • 1 tsk. engifermauk
  1. Allt sett saman í skál og hrært saman, síðan hellt yfir spaghettíið.
Explore Cuisine baunapasta með pestó eða sesamolíu

Ég verð að segja að það var skemmtilegt að vinna með svart spaghetti, dætrum mínum fannst það líka!

Explore Cuisine baunapasta með pestó eða sesamolíu

Strengjabaunir og brokkolí pössuðu vel með þessu spaghetti og gott að finna soya og sesamkeiminn.

Explore Cuisine baunapasta með pestó eða sesamolíu

Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun