Kjúklingur í soyasósu



⌑ Samstarf ⌑
Kjúklingur í soyasósu með hrísgrjónum

Þessi kjúklingaréttur er fullkomin máltíð sem hægt er að snara fram á um 30 mínútum! Öllum í fjölskyldunni fannst hann æðislegur og allt kláraðist upp til agna!

Kjúklingur í soyasósu með hrísgrjónum

Ég er forfallinn soyasósuaðdáandi og elska flest allt sem soyasósa snertir. Það gæti verið ég hafi verið asísk í fyrra lífi því ég elska líka allan asískan mat og get ekki hætt að hugsa um það hvenær ég kemst aftur til Asíu! Þegar slíkt er ekki í boði er þá lágmark að færa Asíu inn í eldhús eftir fremsta megni.

Kjúklingur í soyasósu með hrísgrjónum

Kjúklingur í soyasósu

Fyrir um 5 manns

  • Um 1,4 kg úrbeinuð kjúklingalæri (2 pakkar)
  • 100 ml Kikkoman soyasósa
  • 3 msk. sesamolía
  • 2 msk. ólífuolía (+ meira til steikingar)
  • 5 msk. púðursykur
  • 1 msk.hvítlauksduft
  • 1 tsk. paprikuduft
  • 1 tsk. kjúklingakrydd
  • 2 msk. sítrónusafi
  • 4 hvítlauksgeirar
  • Meðlæti: Hrísgrjón, naan brauð, sesamfræ og vorlaukur
  1. Þerrið kjúklinginn og leggið hann til hliðar.
  2. Blandið öllum öðrum hráefnum saman í skál nema hvítlauknum og hrærið saman.
  3. Blandið kjúklingnum saman við soyablönduna, rífið niður hvítlauksgeirana og steikið á miðlungshita upp úr smá ólífuolíu.
  4. Þegar hvítlaukurinn fer að brúnast aðeins og ilma vel má hella kjúklingnum út á pönnuna ásamt soyamarineringunni (ég skipti þessu niður á tvær pönnur).
  5. Steikið á meðalháum hita í um 10 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn og sósan aðeins farin að þykkna.
  6. Sjóðið á meðan hrísgrjónin, hitið naanbrauðið og skerið niður vorlauk.
Kjúklingur í soyasósu með hrísgrjónum

Ég mæli svo sannarlega með þessum dúndurgóða kjúklingarétti í vikunni!

Kjúklingur í soyasósu með hrísgrjónum

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun