Gotterí og gersemar

Trönuberjaböbblís⌑ Samstarf ⌑
mímósa; jólamímósa; cranberry and prosecco

Hér er á ferðinni drykkur sem allir ættu að taka með í næsta jólapartý!

Bolla Prosecco Organic; freyðivín og trönuber

Hann er einfaldur, fljótlegur og dásamlega góður og lítur út eins og jól í glasi, hvað er hægt að biðja um meira!

Bolla Prosecco Organic; trönuberja mímósa

Trönuberjaböbblís

  • 1 flaska Bolla Prosecco Organic
  • 750 ml trönuberjasafi
  • Safi úr einni sítrónu
  • 50 g sykur
  • Rósmarín og fersk trönuber til skrauts
  1. Kreistið safann úr sítrónunni í skál/disk sem hægt er að hvolfa glösunum í.
  2. Setjið sykurinn í aðra sambærilega skál og dýfið kantinum á glösunum fyrst í sítrónusafann og því næst í sykurinn til að skreyta glösin fallega með sykurkanti.
  3. Rífið neðan af rósmaríngreinum og stingið ferskum trönuberjum upp á stöngulinn (gott að stinga fyrst í gegnum berin með tannstöngli og svo í gegnum rósmarínstöngullinn).
  4. Hellið trönuberjasafa í tæplega hálft glas og fyllið síðan upp í með freyðivíni.
  5. Skreytið með rósmaríngreinunum.
Cranberry prosecco; jóladrykkur; jólakokteill; christmas drink; christmas coktail

Namm!

Bolla Prosecco Organic; trönuberjafreyðivín

Megið endilega fylgja Gotterí á INSTAGRAM

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fylgstu með á Instagram