Orkusalat



⌑ Samstarf ⌑
Eggjasalat með grískri jógúrt og avókadó

Hér er á ferðinni dásamlegt eggjasalat með grískri jógúrt, kotasælu og avókadó. Ég veit ekki hvað ég borðaði margar sneiðar af þessu þegar ég var að „smakka“ og meta uppskriftina en þær voru margar…..sem segir það sem segja þarf um þessa uppskrift. Enda er best að njóta avókadó alltaf sem fyrst eftir að það hefur verið skorið svo þetta var nánast af nauðsyn gert, hahaha.

Eggjasalat með grískri jógúrt og avókadó

Orkusalat

  • 100 g grísk jógúrt frá Gott í Matinn
  • 100 g kotasæla frá MS
  • 8 egg (harðsoðin)
  • ½ rauðlaukur (smátt saxaður)
  • 2 lítil avókadó (skorin í teninga)
  • 1 tsk. paprikuduft
  • 1 tsk. Aromat krydd
  1. Hrærið grískri jógúrt og kotasælu saman í skál ásamt kryddunum og smakkið til.
  2. Skerið niður eggin og setjið restina af hráefnunum í skálina og blandið vel saman.
  3. Gott er að bera salatið fram á góðu súrdeigsbrauði og setja smá klettasalat og gróft salt yfir í lokin.
Eggjasalat með grískri jógúrt og avókadó

Þetta salat er hollustan uppmáluð og því hægt að borða það með góðri samvisku, hvort sem er á hrökkbrauði, brauðsneið eða eitt og sér.

Eggjasalat með grískri jógúrt og avókadó

Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun