Basilíku mozzarella pizzaPizza með mozzarella með basilíku, klettasalati, parmesan og pestó

Mozzarella pizza er alltaf klassísk og með nýja mozzarella ostinum með basilíku varð hún enn betri!

Pizza með mozzarella með basilíku, klettasalati, parmesan og pestó

Basilíku mozzarella pizzur

Uppskriftin dugar í fimm 10“ pizzur

Botnar

 • 700 g hveiti
 • 1 pk þurrger
 • 2 tsk. salt
 • 400 ml volgt vatn
 • 4 msk. ólífuolía
 1. Setjið hveiti, þurrger og salt í skál og blandið saman.
 2. Hafið vatnið ylvolgt og hellið því saman við þurrefnin ásamt olíunni og blandið saman með króknum.
 3. Hnoðið að lokum aðeins saman í höndunum og setjið í skál sem búið er að pensla með matarolíu, veltið deiginu um, plastið og leyfið að hefast í um klukkustund.
 4. Skiptið því síðan niður í 5 hluta og fletjið út áður en áleggið er sett á.

Álegg

 • Pizzasósa
 • Rifinn pizzaostur frá Gott í matinn (2 pokar)
 • 3 öskjur Mozzarellakúlur með basilíku frá MS
 • 5 tómatar
 • 5 tsk. grænt pestó
 • 5 tsk. virgin ólífuolía
 • Klettasalat
 • Furuhnetur
 • Rifinn Feykir ostur
 • Fersk basilíka
 1. Hitið ofninn í 220°C.
 2. Byrjið á því að smyrja pizzasósu yfir alla botnana (magn eftir smekk) og stráið rifnum pizzaosti þar næst yfir allt.
 3. Næst má skera tómatana í sneiðar og raða þeim ásamt mozzarellakúlunum jafnt á pizzurnar.
 4. Bakið við 220°C í um 12-15 mínútur og undirbúið annað álegg á meðan.
 5. Blandið saman pestó og ólífuolíu og setjið óreglulega yfir pizzurnar þegar þær koma úr ofninum.
 6. Að lokum má setja klettasalat, furuhnetur, rifinn Feyki ost og ferska basilíku eftir smekk.
Pizza með mozzarella með basilíku, klettasalati, parmesan og pestó

Einfalt og gott!

Pizza með mozzarella með basilíku, klettasalati, parmesan og pestó

Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun