Nautalund með „truffluðu“ meðlæti



⌑ Samstarf ⌑
Nautalund, trufflukartöflur, trufflumajónes og sveppasósa

Truffluolía er herramanns matur og alltaf þegar ég nota slíka í matargerð finnst mér ég vera ægilega „fansí“. Það er akkúrat eins og þessi uppskrift hér, hún er lúxus um leið og hún er afar einföld og góð!

Nautalund, trufflukartöflur, trufflumajónes og sveppasósa

Nautalund með „truffluðu“ meðlæti

Fyrir um 4 manns

Nautalund

  • 800-900 g nautalund
  • 300 ml soyasósa
  • Pipar
  • Smjör
  1. Snyrtið lundina og leggið hana í soyasósuna í um klukkustund í marineringu á meðan þið útbúið meðlætið.
  2. Grillið lundina á vel heitu grilli þar til þeim eldunartíma sem þið óskið eftir er náð og nuddið með smá smjöri og piprið þegar hún er tilbúin.
  3. Leyfið kjötinu að hvíla í um 10 mínútur áður en þið skerið í það.

Kartöflur

  • 750 g rauðar kartöflur (eða smælki ef þið komist í slíkt)
  • 1 ½ laukur
  • 4 hvítlauksrif
  • 3 msk. ólífuolía
  • Salt og pipar
  • Sacla truffluolía (Tartufo)
  1. Hitið ofninn í 200°C.
  2. Skerið kartöflurnar niður í 2-4 hluta hverja (eftir stærð), sneiðið niður laukinn og afhýðið hvítlauksrifin.
  3. Veltið öllu saman upp úr ólífuolíu, saltið og piprið og bakið í um 35 mínútur þar til kartöflurnar mýkjast.
  4. Hellið truffluolíu yfir kartöflurnar þegar þær koma úr ofninum eftir smekk.

Trufflu majónes

  • 120 g majónes
  • 1 hvítlauksrif (rifið)
  • 2 msk. Sacla truffluolía (Tartufo)
  • ½ tsk. pipar
  1. Pískið allt saman í skál og geymið þar til bera á fram matinn.
  2. Trufflu majónesið er síðan hugsað sem dressing yfir kartöflurnar.

Sveppasósa

  • 125 g kastaníusveppir
  • 125 g portobellosveppir
  • 30 g smjör
  • 500 ml rjómi
  • ½ kryddostur með villisveppum
  • 1 msk. nautakraftur
  • Salt og pipar
  1. Skerið niður sveppina og steikið þá upp úr smjörinu þar til þeir mýkjast, kryddið til með salti og pipar.
  2. Hellið rjómanum yfir og rífið ostinn niður í pottinn.
  3. Leyfið að sjóða niður þar til sósan þykknar og osturinn bráðnar.
  4. Kryddið til með nautakrafti, salti og pipar.
Sacla truffluolía á kartöflurnar og í majónesið

Það má síðan sannarlega elda nautalund í miðri viku ef þið eruð í stuði fyrir slíkt, góður lúxusmatur gleður hjartað og kryddar tilveruna á virkum dögum.

Nautalund, trufflukartöflur, trufflumajónes og sveppasósa

Trufflumajónesið fer vel með kartöflunum og elsta dóttir mín vildi meina að þetta væri líkt trufflusmælki sem hún hefði nokkrum sinnum pantað sér á Sushi Social svo ég ætla bara að gera ráð fyrir að það séu góð meðmæli!

Nautalund, trufflukartöflur, trufflumajónes og sveppasósa

Mmmmm…….

Nautalund, trufflukartöflur, trufflumajónes og sveppasósa

Sveppasósa klikkar ekki og að mínu mati er aldrei of mikið af sósu með mat, hahaha!

Nautalund, trufflukartöflur, trufflumajónes og sveppasósa

Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun