Páska mini bollakökurGleðilega páska

Þrátt fyrir að það sé kuldalegt um að litast úti skulum við vonan að guli liturinn færi okkur bjartari og hlýrri daga á næstunni.

Þessar dúllur fengu að sjálfsögðu gula og fallega páskaskreytingu að þessu sinni og notaði ég gult smjörkrem og laufblaðastút til að útbúa mynstrið. Ég stráði síðan marglitu kökuskrauti yfir miðjuna og að lokum setti ég eina gullperlu. Þetta kom eiginlega út eins og litlar gular fjólur og á ég örugglega eftir að skreyta fleiri bollakökur á þennan hátt.

Í bollakökurnar notaði ég uppskriftina af einföldu súkkulaðikökunni og í kremið notaði ég sama smjörkrem og ég útbjó á páskakökuna.

Gleðilega páska kæru vinir

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í Nettó

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun