Bolla bolla



Í síðustu viku sýndi ég hvernig baka ætti vatnsdeigsbollur á Instastory hjá Gott í matinn, matargerðarlínu MS. Ég gerði tvær mismunandi fyllingar, aðra jarðaberja og hina súkkulaði og get ég ekki gert upp á milli hvor mér fannst betri.

Hér fyrir neðan getið þið fundið uppskriftirnar í máli og myndum.

Vatnsdeigsbollur uppskrift

  • 125 gr smjör frá Gott í matinn
  • 230 ml vatn
  • 150 gr hveiti
  • ½ tsk salt
  • 1 tsk lyftiduft
  • 2 egg
  1. Hitið ofninn 185°C.
  2. Bræðið smjörið í potti og hellið vatninu þá saman við, hitið að suðu og leyfið síðan hitanum að rjúka aðeins úr.
  3. Blandið saman hveiti, lyftidufti og salti og hrærið saman við smjörblönduna með sleif þar til kekkjalaus deigkúla myndast í pottinum..
  4. Pískið saman eggin í skál og leggið til hliðar.
  5. Flytjið deigkúluna yfir í hrærivélarskál með K-inu. Leyfið mesta hitanum að rjúka úr með því að hræra deigið á lægsta hraða stöku sinnum í um 10 mínútur.
  6. Bætið þá eggjablöndunni saman við í litlum skömmtum og skafið niður í milli. Deigið þarf að vera nægilega þykkt til að það leki ekki niður þegar á plötuna er komið svo skiljið frekar smá eftir af eggjablöndunni fremur en að fá of þunnt deig en venjulega er hægt að nota bæði eggin (ekki nema þau séu mjög stór).
  7. Notið skeiðar eða sprautupoka og skiptið niður í 16-18  bollur á 2 bökunarplötum íklæddum bökunarpappír.
  8. Bakið í 20-25 mínútur og alls ekki opna ofninn fyrr en að 15 mínútum liðnum í það minnsta því annars er hætta á að bollurnar falli.
  9. Kælið og útbúið glassúr og fyllingu á meðan. Athugið að nóg er að útbúa aðra hvora fyllinguna fyrir þennan fjölda af bollum eða minnka hvora um sig um helming.

bolla

Jarðaberjafylling

  • 400 ml rjómi frá Gott í matinn
  • 2 msk sykur
  • 250 gr fersk og vel stöppuð jarðaber (eða maukuð í blandara)
  1. Þeytið saman sykur og rjóma.
  2. Vefjið stöppuðum jarðaberjum saman við rjómann og sprautið á hverja bollu.

Súkkulaðifylling

  • 400 ml rjómi frá Gott í matinn
  • 200 gr Heslihnetusmjör
  1. Þeytið rjómann.
  2. Vefjið súkkulaðismjörinu saman við blönduna og sprautið á hverja bollu (leyfið marmaraáferðinni að halda sér svo ekki hræra of mikið).

Súkkulaðiglassúr

  • 100 gr smjör frá Gott í matinn (brætt)
  • 350 gr flórsykur
  • 2 msk bökunarkakó
  • 2 tsk vanilludropar
  • 2 msk kaffi
  • 2 msk vatn

Setjið öll hráefnin saman í skál og pískið saman, smyrjið á bollurnar með skeið/litlum spaða.

aIMG_1931

Gaman að setja kökuskraut, hnetukurl eða annað lítið sælgæti á toppinn til skrauts.

Tags:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun