Fylltir bananar á grillið



⌑ Samstarf ⌑
Grillaðir bananar með Milka súkkulaði, sykurpúðum og ávöxum

Grillaðir bananar með súkkulaði hafa lengi verið vinsælir á mínu heimili. Í gegnum tíðina höfum við gert ýmsar útfærslur af þessu góðgæti og hér kemur enn ein hugmyndin fyrir ykkur að njóta.

Grillaðir bananar með Milka súkkulaði, sykurpúðum og ávöxum

Fylltir bananar á grillið

Fyrir 4 manns

  • 4 bananar (meðalstórir)
  • 100 g Milka Daim súkkulaði
  • Litlir sykurpúðar
  • Oreo Crumbs með kremi
  • Driscolls jarðaber
  • Driscolls bláber
  • Driscolls hindber
  1. Skerið endana af banönunum og því næst vasa í þá miðja eftir endilöngu. Fjarlægið síðan þann hluta af banananum (þetta um 1/5 af honum) og fyllið með Milka súkkulaði og sykurpúðum (ég kom 5 Milka bitum í hvern banana og nokkrum sykurpúðum).
  2. Útbúið nokkurs konar hreiður úr álpappír og komið banananum fyrir ofan á því (sjá mynd).
  3. Grillið á meðalheitu grilli í nokkrar mínútur eða þar til sykurpúðarnir fá á sig dökkan hjúp og súkkulaðið er bráðið.
  4. Stráið Oreo crumbs yfir hvern banana ásamt berjum.
Grillaðir bananar með Milka súkkulaði, sykurpúðum og ávöxum

Stökkir sykurpúðar og Oreokex í bland við volgan banana, bráðið súkkulaði og ber…..namm!

Grillaðir bananar með Milka súkkulaði, sykurpúðum og ávöxum

Hver fær staðist svona bita?

Grillaðir bananar með Milka súkkulaði, sykurpúðum og ávöxum

Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun