
Heitir brauðréttir eru eitt af því allra besta. Aspasstykki sem seld eru í bakaríum um land allt eru mörg hver undursamleg. Þessi litlu lúxus aspasstykki eru því eitthvað sem þið getið látið ykkur dreyma um fram að næsta kaffitíma.

Lúxus aspasstykki í brauði
- 16 stk Hatting smábrauð
- 200 g sveppir
- ½ brokkolihaus
- ½ blaðlaukur
- ½ rauð paprika
- 250 g skinka
- 1 dós niðursoðinn aspas (um 300 g)
- 2 ½ dós af sveppasmurosti
- Rifinn cheddarostur
- Smjör og olía til steikingar
- Salt og pipar
- Byrjið á því að afþýða brauðin, skera í þau víðan vasa og plokka síðan brauðið aðeins betur innan úr. Gott að skilja eftir um 1 cm þykkan brauðvegg allan hringinn.
- Steikið sveppina upp úr smjöri, saltið og piprið og setjið í stóra skál (sem allt hitt fer síðan saman við).
- Skerið brokkoli smátt niður og steikið upp úr olíu og salti þar til mýkist, setjið í skálina með sveppunum.
- Saxið blaðlauk og papriku smátt, steikið upp úr olíu og kryddið eftir smekk og setjið í skálina.
- Þá má skera skinkuna smátt og setja saman við ásamt aspasnum og sveppasmurostinum.
- Blandið vel saman þar til osturinn hefur blandast vel, skiptið niður í smábrauðin og stráið vel af cheddar osti yfir.
- Bakið í 180°C heitum ofni í um 15-18 mínútur eða þar til osturinn fer að gyllast.

Þessi eru frábær með helgarkaffinu og henta einnig vel í veislur, því hér getur hver og einn tekið sér stakan skammt og þið sleppið við að vera með brauðrétt í fati.

Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM