Hrekkjavökupartý ala Tinna



Hugmyndir fyrir hrekkjavökupartý

Það er hún elsku besta Tinna mín sem á ALLAN heiðurinn af þessari færslu. Hún sá um þetta frábæra hrekkjavökupartý frá A-Ö, tók myndirnar og sendi mér til að leyfa mér að deila með ykkur! Algjörlega geggjaðar hugmyndir og ég vona þær muni nýtast ykkur í komandi hrekkjavökupartýum!

Þetta eru í það minnsta skemmtilegar og fjölbreyttar hugmyndir sem fjölskyldan ætti sannarlega að geta nýtt sér á næstunni.

Hugmyndir fyrir hrekkjavökupartý

Köngulóahúfur: Hér keyptu þau húfur í Rúmfatalagernum og augu og pípuhreinsir í Föndru og útbjuggu þessa snilld!

Hugmyndir fyrir hrekkjavökupartý

Draugabollakökur: Súkkulaði bollakökur með frosting kremi, lakkrískurl notað fyrir augu og munn. Getið fundið svipaða uppskrift og aðferð hér á blogginu.

Hugmyndir fyrir hrekkjavökupartý

Hér eru aðkeyptar vorrúllur sem búið er að skreyta með gervi köngulóm úr Partýbúðinni.

Hugmyndir fyrir hrekkjavökupartý

Spúkí agúrkuhrúga!

Hugmyndir fyrir hrekkjavökupartý

Froosh krukkur fylltar með ribena safa, skreyttar með hlaupormum.

Hugmyndir fyrir hrekkjavökupartý

„Við keyptum pulsur og skárum þær í tvennt, svo skárum við „fætur“ að neðan og litlar hendur á hliðunum. Svo notuðum við smjördeig, skárum það í ræmur og vöfðum utan um eins og múmíur og bökuðum í ofni stutta stund“.

Hugmyndir fyrir hrekkjavökupartý

Köngulóabollakökur með Oreo kexi: “ Ég skar kexið varlega í sundur, bræddi hjúpsúkkulaði, klippti gamaldags lakkrís í strimla og dýfði lakkrísnum í súkkulaðið og lagði svo á aðra kexhliðina. Smurði svo smá súkkulaði á hinn helminginn af kexinu og lagði yfir hinn. Augun eru æt og keypt í Allt í köku. Ég festi þau á með hjúpsúkkulaðinu“.

Hugmyndir fyrir hrekkjavökupartý

Hræðilegar beinagrindur sem keyptar voru í Costco.

Hugmyndir fyrir hrekkjavökupartý

Mini hamborgarabrauð voru keypt hjá Garra og svo útbjuggu Tinna og fjölskylda litla hamborgara inn í sjálf ásamt því að vera með kjúklingaspjót og annað matarkyns.

Hugmyndir fyrir hrekkjavökupartý

Spúkí nammiskál!

Hugmyndir fyrir hrekkjavökupartý

Frosnar vanillubollur úr Stórkaup eru sívinsælar, hér er búið að gera þær örlítið hræðilegar.

Hugmyndir fyrir hrekkjavökupartý

Draugabúningar: „Ég keypti lök í rúmfó fyrir draugabúningana og svarta fatamálningu og fór svo bara á pinterest til að sækja innblástur fyrir andlitin“.

Hugmyndir fyrir hrekkjavökupartý

Hamborgarar með lakkrís…………já það er allt hægt, hahahaha!

TAKK Tinna fyrir að deila þessu með okkur!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun