
MIKIÐ MIKIÐ MIKIÐ….. sem það gleður mig að skrifa þennan póst! Sökum Covid hafa nánast engin námskeið verið haldin fyrir utan örfá sumarið 2020 þegar Covid gaf okkur smá pásu hérlendis.
Bollakökur – Dripkökur og Smjörkremsskreytingar eru á dagskrá í nóvember og nú hægt að ganga frá skráningu í NETVERSLUN, hversu geggjað!

Dripkökunámskeið verður haldið sunnudaginn 14.nóvmeber milli kl:13:00-17:00 – smellið á myndina til að skrá ykkur.

Smjörkremsskreytingar (heilar kökur) verða þann 17.nóvmember milli kl:17:00-21:00 – smellið á myndina til að skrá ykkur.

Bollakökunámskeið verður haldið fimmtudaginn 18.nóvember milli kl:17:00-20:00 – Smellið á myndina til að skrá ykkur.
