
Já krakkar mínir, þetta er vegan færsla! Ég er nú ekki orðin vegan sjálf en það er alltaf meira og meira um það að fólk í kringum mig sé vegan, á lágkolvetnafæði, með glúteinóþol, hnetuofnæmi og allt þar fram eftir götunum. Það er því ekki verra að geta boðið þessu fólki upp á eitthvað snarlerí þegar það kemur í heimsókn og hér koma þrjár dúndurgóðar snarlhugmyndir fyrir vegan fólkið ykkar…já og bara ykkur öll hin líka!

Rjómaostur með chili
- Violife rjómaostur
- Sweet Chili sósa
- Kóríander
- Svart Doritos
- Setjið rjómaostinn í skál, hellið sweet chili sósu yfir og rífið niður kóríander.
- Berið fram með svörtu Doritos.

Ég var með nokkrum veganistum í skólanum í sumar sem gáfu mér einmitt upplýsingar um það að Thai Choice sweet chili sósan og svart Doritos væri vegan. Það er þó að sjálfsögðu hægt að bjóða upp á þennan rétt með öðru snakki/kexi sem er vegan.

Fyllt jalapeño
- Violife rjómaostur
- Violife rifinn ostur
- Ferskt jalapeño, nokkur stykki
- Pipar
- Skerið jalapeño í tvennt langsum.
- Hreinsið innan úr, fyllið með rjómaosti, stráið rifnum osti yfir og piprið.
- Bakið við 180° í um 10 mínútur eða setjið á grillið. Gott er að hafa eldfast mót/álpappír undir.

Fyllt jalapeño er svo gott! Mæli sannarlega með því að þið prófið.

Bakaðar paprikur
- Violife rifinn ostur
- Grænar paprikur
- Pipar
- Skerið papriku í um 3 cm breiðar ræmur, raðið á bökunarpappír, stráið osti yfir, piprið og bakið við 180° í um 10 mínútur.

Violife osturinn kemur í endurlokanlegum umbúðum, er ódýrari en flestur annar rifinn ostur svo það má sannarlega prófa þessa snilld hvort sem maður er vegan eður ei!
Megið einnig fylgja Gotterí á INSTAGRAM til að fylgjast með þar líka!