
Þessi grillspjót……namm! Ég er sko enn að hugsa um þau síðan í síðustu viku! Grillolían passar mjög vel með og þessi spjót eru algjört dúndur, hvort sem þið viljið hafa þau ein og sér sem máltíð eða sem meðlæti með öðrum grillmat.

Grillspjót – uppskrift
4-5 spjót
Grillspjót
- 1 stykki grillostur frá Gott í matinn (260 g)
- Um 150 g sveppir (um 10 litlir sveppir)
- 1 stykki rauðlaukur
- ½ kúrbítur
- Grillolía með hvítlauk
- Ólífuolía
- Skerið grillost niður í sneiðar/bita sem eru um 1 sm á þykkt.
- Skerið rauðlauk og kúrbít niður.
- Raðið grænmeti og osti á spjót og penslið létt með ólífuolíu.
- Penslið næst þunnu lagi af grillolíu á spjótin og setjið á meðalheitt grillið.
- Grillið í um 3 mínútur á hvorri hlið og bætið grillolíu á eftir smekk.
- Berið fram með jógúrtdressingu (sjá uppskrift hér að neðan).
Jógúrtdressing
- 200 g grísk jógúrt frá Gott í matinn
- 2 msk. saxaður kóríander
- ½ lime (safi og börkur)
- 1 rifið hvítlauksrif
- Salt og pipar eftir smekk
- Blandið öllu saman í skál og berið fram með ostaspjótunum.

Það er sannarlega hægt að mæla með því að þið prófið þessa dásemd!

Megið síðan endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM