Nektarínukokteill⌑ Samstarf ⌑
góður kokteill

Það er útlit fyrir sól og sumar næstu tvo daga á landinu og þá er um að gera að grípa tækifærið og útbúa síðsumarskokteil! Þessi hér er algjör dásemd og því get ég lofað að hann mun slá í gegn þar sem hann verður í boði.

Ferskjuslösh
Nordal Garo kokteilglas frá Húsgagnahöllinni

Ég sá þessa hugmynd hjá Tieghan hjá Half Baked Harvest, hún er algjör snillingur og ég mæli með að þið fylgið henni ef þið eruð ekki að því nú þegar. Það voru hins vegar ekki til ferskjur þegar ég fór í búðina svo ég keypti nektarínur og útfærði þetta aðeins eftir mínu höfði en hugmyndin er algjörlega hennar.

Frozé með rósavíni
Nordal garo glas frá Húsgagnahöllinni

Nektarínukokteill

Uppskrift dugar í um 6 glös

 • 10 þroskaðar nektarínur
 • 200 ml vatn
 • 3 msk hlynsýróp
 • 4 timian stönglar
 • 1 flaska Muga rósavín
 1. Skerið nektarínurnar í þunnar sneiðar og frystið í að minnsta kosti 4 klukkustundir (geymið tvær ferskar, eina til að skreyta með og hina fyrir sýrópið).
 2. Setjið eina nektarínu í sneiðum í pott ásamt vatni, sýrópi og timian. Hitið að suðu og leyfið síðan að malla í 5-10 mínútur.
 3. Sigtið þá allt gumsið frá og hellið vökvanum/sýrópinu í krukku og setjið inn í ísskáp til kælingar.
 4. Gott er að útbúa sýrópið og setja nektarínurnar í frysti að morgni eða daginn áður en njóta á drykkjarins.
 5. Þegar það kemur að því að útbúa kokteilinn má setja frosnar nektarínusneiðar, sýróp og rósavín í blandarann og blanda vel þar til áferðin verður eins og krap. Gott er að skipta þessari uppskrift til helminga fyrir blandarann, gera 3 og 3 glös í senn nema þið eigið þeim mun stærri blandara.
 6. Skreytið síðan með ferskum nektarínusneiðium og timian.
Svartur bakki frá Húsgagnahöllinni

Það passar vel að bjóða upp á osta, álegg og eitthvað sætt með þessum kokteil! Broste Holger diskur á fæti hentar afar vel fyrir slíkar veitingar og ég myndi segja að það ætti að vera til að minnsta kosti einn svona diskur á hverju heimili! Hann er fullkominn undir kökur, osta, kerti, skreytingar eða hvað sem ykkur dettur í hug!

Muga rósavín

Það síðan svo gaman að leika sér með rósavín og hvítvín í svona kokteila, svo margt skemmtilegt hægt að gera.

Falleg glös frá Húsgagnahöllinni

Allur borðbúnaður, diskamotta, glös og annað í þessari færslu fæst hjá Húsgagnahöllinni.

Svört skál frá Húsgagnahöllinni
Nordal Lamu skál á fæti
Nektarínukokteill

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun