BorðstofanBorðstofuborð og stólar

Nýtt ár og ný borðstofa!

Vasi á borðstofuborð
Vasi, strá og kertastjakar fást í Húsgagnahöllinni, kökudiskinn keypti ég í HM Home í London

Við höfum búið hér í Laxatungunni í átta ár og aldrei tekið borðstofuna okkar í gegn fyrir þrátt fyrir að það sé búið að vera lengi á to-do listanum. Við höfðum haft sömu borðstofustóla í 19 ár, eða síðan við byrjuðum að búa og IKEA borðstofuborðið sem keypt var í jóladagatalinu 2012 var sannarlega búið að gera sitt gagn!

Borðstofustólar
Ram Wood Comfort stólar frá Modern

Við fluttum til Seattle í nokkur ár og þegar við fluttum heim keyptum við fokhelt hér í Laxatungunni og forgangur var settur á allt annað en dýr og fín húsgögn, sem nú er gaman að endurnýja smám saman!

Borðstofuborð og stólar

Hér sjáið þið gamla borðstofuborðið og 19 ára gömlu stólana okkar úr Exó. Það var heldur betur splæst á sig á unga aldri þegar byrjað var að búa en það hefur sannarlega sýnt sig að slíkar vörur endast og verð ég að viðurkenna að það var alveg erfitt að kveðja elsku stólana sem hafa reynst okkur svona vel allan þennan tíma, hahaha! Við vorum því ekki að spara til við þessi kaup að núna heldur og hugsa ég að nýja settið verið hjá okkur næstu tuttugu árin líka!

Punt í borðstofuna
Kökudiskar ýmist úr Húsgagnahöllinni eða keyptir erlendis, blómapottur úr Rúmfó og skál úr Fakó

Þegar maður er mikið í eldhúsinu, elskar að bjóða fólki heim í mat og halda veislur þá leyfir maður sér auðvitað að dreyma um hina fullkomnu borðstofu einn daginn! Draumurinn er síðan nú orðinn að veruleika og ég gæti ekki verið ánægðari!

Borðstofuborð og stólar
Sidney borðstofuborð og RAM borðstofustólar úr Modern

Ég ætla alveg að viðurkenna að það var hægara sagt en gert að finna rétta borðið og stólana og ákveða hvernig þetta ætti allt saman að vera. Við nýttum því 2021 til þess að gera þetta í nokkrum skrefum. Við sérpöntuðum borð og stóla hjá Modern síðasta sumar sem við biðum eftir í margar vikur. Síðan mætti dásemdin í haust og var svo sannarlega biðarinnar virði!

Borðstofustólar

Stólarnir fallegu heita RAM Wood comfort frá Kristansen & Kristansen og þeir eru dásamlega þægilegir. Borðið heitir Sidney og er líka frá Kristensen & Kristensen, það er það fallegasta sem ég hef séð! Við vorum lengi að velja stærð og lit á borði! Svart er svo mikið í tísku þessa dagana en ég hreinlega þorði ekki að fara í svo dökkt viðarborð þar sem þetta er okkar eldhús- og borðstofuborð sem við notum alla daga, oft á dag og alltaf mikið af aukabörnum hér í heimsókn og mat. Það sér alltaf meira á dökkum húsgögnum en ljósum svo við völdum okkur lakkaða eik sem er 150 cm í þvermál og keyptum tvær plötur til þess að hægt sé að stækka það upp í 250 á lengd þegar veislu skal halda! Ég þarf að bæta hingað inn mynd af því fyrir ykkur þegar við vígjum stækkanirnar sem verður vonandi fyrr en síðar! Þið getið séð hér á vef Modern samt hvernig það kemur út, það verður sporöskjulaga og aukafótur settur undir miðjuna, algjör snilld!

Við sáum strax að það þurfti að uppfæra svæðið aðeins í kring líka samhliða nýju borði og stólum og því hefur þetta ekki ratað hingað inn fyrr en nú, þegar ég held að allt sé reddí, svona þar til ég fæ fleiri hugmyndir í það minnsta, hahaha! Leyfi myndum af stigbreyttri borðstofu að fylgja hér að ofan. Þar sést svart á hvítu hversu mikið svörtu viðarrimlarnir gera fyrir rýmið!

Vínrekki í borðstofu
Vínrekkinn er frá Sýrusson hönnunarhús og keypti ég hann þar fyrir nokkrum árum

Viðarrimlarnir voru akkúrat það sem við þurftum til að fullkomna þetta allt saman! Ég var alveg á báðum áttum með að taka svona alveg svarta og hafði upphaflega hugsað mér hnotu í þetta horn. Við ákváðum hins vegar að taka sjensinn og almáttugur hvað við sjáum ekki eftir því, þessir svörtu eru geggjaðir! Þeir eru einnig hluti af hljóðvistunarlausnum sem við erum að vinna í fyrir húsið allt og fengum við þá hjá Áltak. Við settum einnig hljóðplötu í loftið fyrir ofan eyjuna í eldhúsinu en við klárum vonandi uppfærslu á eldhúsinu á næstu vikum og þá mun ég sýna og segja ykkur meira frá því rými.

Viðarrimlar og hljóðeinangrun
Borðstofuljós úr Lumex (keypt fyrir nokkrum árum)

Fallegir munir setja líka sinn svip á borðstofuna!

Myndir í borðstofu
Hraunverkin bjó ég til sjálf og hægt að sjá Reels af gerð þeirra á Instagram

Mig hefur lengi langað í svört hraunverk í borðstofuna og ef nú var ekki tíminn fyrir slík þá veit ég ekki hvað. Ég skoðaði því ýmislegt í þessum efnum en eftir að hafa farið á námskeið í gerð samskonar verka síðasta sumar fann ég hugrekkið og ákvað að ráðast í gerð þeirra sjálf! Hér opinbera ég því fyrir alþjóð mín fyrstu listaverk sem ég er bara nokkuð ánægð með þó ég segi sjálf frá!

Borðstofuljós

Borðstofuljósið fengum við okkur fyrir tveimur árum í Lumex þegar borðstofupælingar voru byrjaðar að malla í kollinum og gamla ljósið alveg búið en núna loksins er búið að tengja þetta allt saman!

Hillur í eldhús
Bretti og bakkar úr Húsgagnahöllinni, Starbucks mynd keypt á Pike Place Market í Seattle

Við erum með hvítar hillur úr IKEA við einn vegginn og ég vildi ekki skipta þeim út heldur endurnýjaði bara nokkra muni í þeim í staðinn til að tengja betur við rýmið. Brettin koma úr Húsgagnahöllinni, myndin af upprunalega Starbucks kaffihúsinu frá Pike Place Market í Seattle og apann þekkja nú flestir.

Barborð og borðstofa
Vasar og blóm á efri hæð frá Húsgagnahöllinni

Barborðið fallega fær að vera á sínum stað með smá munauppfærslu. Efri hæðin prýðir vasa frá Húsgagnahöllinni og sú neðri vasa úr Fakó og Lóuna fallegu keypti ég í Stúdíó Spóa í Hveragerði fyrir nokkrum árum.

Borðstofupælingar
Vasi frá Fakó og handmáluð lóa frá Stúdíó Spóa

Elska þessa útskornu og handmáluðu lóu og þarf klárlega að gera mér ferð aftur í Hveragerði til að kaupa fleiri fallega fugla.

Punt í borðstofu
Elska þennan fallega kertastjaka frá Kare, fæst í Húsgagnahöllinni

Vasinn, stráin og kertastjakinn á borðstofuborðinu er frá Húsgagnahöllinni en svarta diskinn keypti ég í HM Home í London síðasta haust.

Hvíti skenkurinn fyrir neðan hraunmyndirnar er búinn til úr þremur 60×80 cm efri eldhússkápum úr IKEA. Við keyptum síðan skápahliðar þar líka sem maðurinn minn sagaði til og rammaði skenkinn inn í allan hringinn.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun