Ferskur nýársbröns⌑ Samstarf ⌑
Morgunverður eða bröns hugmyndir

Það eru margir að hittast núna í kringum áramótin og gera sér glaðan dag. Oft finnast mér bestu fjölskyldu- og vinahittingarnir vera brönshittingar í kósýheitum. Það þarf alls ekki að vera flókið að snara fram góðgæti í slíkt boð líkt og hér gefur að líta.

Bröns hugmyndir

Ferskir ávextir í fallegu glasi biðja mann um að borða sig!

Hugmyndir fyrir bröns, ávextir og djús

Ferskur nýársbröns

 • Hatting súrdeigsrúnstykki
 • Eggjasalat (sjá uppskrift að neðan)
 • Ávaxtasalat (sjá samsetningu hér að neðan)
 • Fun light ávaxtasafi með klökum

Eggjasalat uppskrift

 • 7 harðsoðin egg
 • 6 sneiðar stökkt beikon
 • 200 g majónes
 • 2 saxaðir vorlaukar
 • 1 msk. Boston Gurka (relish)
 • 1 tsk. sætt sinnep
 • Salt og pipar eftir smekk
 1. Skerið eggin niður og saxið beikonið smátt.
 2. Blandið öllu saman með sleikju og geymið í kæli fram að notkun.

Ávaxtasalat

 • Jarðarber
 • Kiwi
 • Bláber
 • Ananas
 • Vatnsmelóna
Hatting rúnstykki

Hatting súrdeigsrúnstykkin eru dásamleg, nýkomin úr ofninum. Dúnmjúk að innan og stökk að utan. Eggjasalatið fer einstaklega vel með þeim og ávextir og djús fullkomna svo tríóið.

Eggjasalat og rúnstykki

Ef maður vill flýta aðeins fyrir sér í eggjasalatsgerð þá er sniðugt að sjóða eggin kvöldinu áður og taka utan af þeim. Geyma þau svo í kælinum til næsta dags og hræra þá í salatið.

Góður morgunmatur

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun