Starbucks Bacon Breakfast Sandwich⌑ Samstarf ⌑
Starbucks Bacon Breakfast Sandwich copycat

„One Bacon Breakfast Sandwich and Caramel Frappuccino please“. Þetta er setning sem ég hef sagt ansi oft á veitingahúsum Starbucks í gegnum tíðina. Þegar við vorum í London um daginn bað ég um þetta en samlokan var alls ekki eins og í USA og hreint ekki eins góð og þar. Þetta er í raun ekki flókið, brauð, egg, beikon og ostur, engin sósa og ekkert vesen en samt svo dásamlega gott!

Perfect breakfast idea

Þegar ég sá súrdeigsbollurnar frá Hatting skaust sú hugmynd upp í kollinn á mér að reyna að herma eftir samlokunni góðu. Ég gúglaði alls konar „copycat“ Starbucks uppskriftir og úr varð að ég prófaði þessa samsetninu hér sem var hreint út sagt fullkomin! Ef ég vissi ekki betur þá er Starbucks í USA að nota þessi Hatting brauð, ég get svo svarið það! Máney vinkona mín yrði sko ánægð með heimboð þetta get ég sagt ykkur!

Starbucks Bacon Breakfast Sandwich

Starbucks Bacon Breakfast Sandwich

Bacon Breakfast Sandwich

8 stykki

 • 8 x Hatting Súrdeigsbollur
 • 8 egg
 • 2 msk. rifinn parmesan ostur
 • 4 msk. mjólk
 • 1 tsk. salt
 • ¼ tsk. pipar
 • 16 sneiðar beikon
 • 8 Gouda ostsneiðar
 • Matarolíusprey
 1. Affrystið bollurnar og skerið þær í sundur.
 2. Steikið beikonið þar til það er stökkt (í ofni eða á pönnu og þerrið fituna af), geymið.
 3. Hitið ofninn í 170°C.
 4. Pískið saman egg, parmesan ost, mjólk, salt og pipar.
 5. Spreyið vel af matarolíuspreyi í tvö formkökuform/brauðform og skiptið eggjablöndunni jafnt niður í þau.
 6. Setjið í ofninn í um 10 mínútur eða þar til eggin lyfta sér aðeins og eru elduð í gegn. Getið prófað að stinga í þau prjóni til að vera viss.
 7. Takið úr ofninum og skerið eggjakökuna í hvoru formi niður í fjóra hluta.
 8. Raðið síðan saman. Setjið eggjabita ofan á botninn á bollunni, næst ostsneið, beikon og loks toppinn á bolluna. Ef þið viljið eiga samlokurnar í nesti er hægt að plasta þær og frysta á þessum tímapunkti, taka síðan úr frysti og setja í örbylgjuofninn. Ef snæða á samlokurnar strax, fylgið skrefi 9.
 9. Hitið í ofninum í nokkrar mínútur eða þar til osturinn bráðnar og brauðið hitnar.

Caramel Frappuccino

4 lítil glös

 • 2 lúkur klakar
 • 800 g vanilluís
 • 2 msk. sykur
 • 200 ml Starbucks Expresso Roast kaffi
 • 100 ml mjólk
 • 2 msk. karamellusósa (+ meira til skrauts)
  Hægt er að nota þykka íssósu
 • 250 ml þeyttur rjómi
 • Hnetukurl
 1. Setjið allt nema þeytta rjómann og hnetukurl í blandarann og blandið þar til kekkjalaust.
 2. Sprautið smá karamellusósu innan á hliðarnar á glösunum og hellið ísblöndu í hvert glas.
 3. Toppið með þeyttum rjóma, smá meiri karamellusósu og hnetukurli.
Hatting bread for breakfast

Þetta er svooooo gott að við getum ekki beðið eftir því að endurtaka leikinn!

Breakfast idea

Elsta dóttir mín og kærastinn hennar gripu svona með sér í nesti í skólann næsta dag og settu í örbylgjuofninn og sögðu það hefði verið geggjað, bara verst að hafa ekki haft Frappó líka með, hahaha!

Starbucks gouda cheese sandwich

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun