Tröllahafrar yfir nótt



⌑ Samstarf ⌑
Overnight oat með chia og gott millimál

Það var óskað eftir hollum millimálum hjá mér um daginn og hér kemur samsetning sem hentar bæði sem morgunmatur eða millimál. Einfalt og svo mikið gott!

Tröllahafrar yfir nótt með bláberjum og hunangi og möndlusmjöri

Tröllahafrar yfir nótt uppskrift

  • 2 tsk. möndlusmjör
  • 1 tsk. Til hamingju Chia fræ
  • 40 g Til hamingju tröllahafrar
  • 100 ml mjólk (sú sem ykkur þykir best)
  • Hunang
  • Bláber
  1. Setjið möndlusmjör í botninn á krukku/glasi.
  2. Næst fara Chia fræin yfir og þar á eftir tröllahafrarnir.
  3. Hellið mjólkinni varlega yfir allt og sláið ílátinu létt í borðið til að hún leki alveg niður í botn.
  4. Lokið/plastið og kælið yfir nótt.
  5. Setjið smá hunang og bláber yfir grautinn þegar það á að njóta hans (það má þó líka gera kvöldinu áður ef grípa á hann með út um morguninn).
  6. Það er líka í lagi að bleyta upp í höfrunum í styttri tíma en þá eru þeir bara aðeins stökkari, síðan má einnig geyma svona graut í nokkra daga í ísskápnum ef hann er í vel lokuðu íláti.
Tröllhafrar eru frábær næring

Mmmm þetta var dásamlegur biti og klárlega eitthvað sem öll fjölskyldan getur útfært eftir sínu höfði. Skipt möndlusmjöri út fyrir hnetusmjör til dæmis eða notað önnur ber eða ávexti á toppinn. Það má líka nota hvaða mjólk sem er til þess að bleyta upp í höfrunum, venjulega mjólk, möndlumjólk, haframjólk, vanillumjólk nú eða jafnvel einhvern bragðbættan próteindrykk.

Hollur morgunmatur eða hollt millimál

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun