Heimagert granóla⌑ Samstarf ⌑
Heimagert granóla uppskrift

Ég hef lengi ætlað að prófa að útbúa granóla en ótrúlegt en satt aldrei látið verða af því fyrr en nú! Núna skil ég auðvitað ekki af hverju því þetta er svo brjálæðislega gott að ég get ekki beðið eftir því að fara niður á morgnana og fá mér skál með AB mjólk og þessu granóla.

Ristað granóla

Granólað má síðan geyma í vel þéttri krukku eða plastíláti og líka bara í góðum Zip-lock poka.

Granóla í morgunmat

Heimagert granóla uppskrift

 • 2 þroskaðir bananar
 • 3 msk. hlynsýróp
 • 2 msk. brædd kókosolía
 • 1 tsk. vanilludropar
 • 450 g Til hamingju tröllahafrar
 • 40 g Til hamingju kókosflögur
 • 60 g Til hamingju pekanhnetur (saxaðar gróft)
 • 60 g Til hamingju heilar heslihnetur
 • 1 tsk. kanill
 • ½ tsk. sjávarsalt
 • 50 g 70% súkkulaði
 1. Hitið ofninn í 175°C.
 2. Setjið banana, sýróp, olíu og vanilludropa í blandarann og blandið í mauk.
 3. Hrærið öllum öðrum hráefnum nema súkkulaðinu saman í stóra skál.
 4. Hellið bananamaukinu yfir og blandið vel saman.
 5. Skiptið niður á tvær bökunarplötur, íklæddar bökunarpappír og dreifið vel úr.
 6. Bakið í um 35 mínútur en hrærið í blöndunni 4-5 sinnum á tímabilinu.
 7. Kælið alveg og saxið þá súkkulaðið niður og blandið saman við.
Granóla með tröllahöfrum frá Til hamingju

Mmm þetta er svo gott!

Hollt og gott granóla

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun