Granólagott⌑ Samstarf ⌑
Hollustukúlur

Granólagott er klárlega hollari kostur þegar kemur að því að næla sér í smá gotterí. Ég á mjög bágt með mig þegar kemur að sælgæti og er alltaf að stelast í einhverja óhollustu. Ef ég á hins vegar eitthvað svona í ísskápnum eða frystinum gríp ég það frekar og auðvitað ætti maður bara alltaf að eiga eitthvað svona til þegar sykurlöngunin hellist yfir.

Hollt nammi

Ég útbý reglulega svona hollustumola og skil aldrei í mér af hverju ég læt oft líða svona langt á milli. Nú er því ráð að herða sig upp og gera nóg af þessum snilldarbitum því þeir eru sannarlega hollari en nammið og gefa mun betri orku!

Granólagott

20-25 stykki

 • 170 g Til hamingju döðlur
 • 50 g Til hamingju kasjúhnetur
 • 50 g Til hamingju heslihnetur
 • 50 g Til hamingju möndlur
 • 250 g Til hamingju Granóla
 • ¼ tsk. salt
 • 1 msk. bökunarkakó
 • 2 tsk. vanilludropar
 • 3 msk. hnetusmjör
 • 4 msk. kókosolía
 1. Byrjið á því að setja döðlur í matvinnsluvél og tætið vel niður.
 2. Næst má setja hneturnar og tæta vel niður og síðan granóla.
 3. Þegar blandan er orðin að kurli sem minnir á brauðmylsnu má bæta salti og bökunarkakó saman við og blanda vel.
 4. Að lokum má bræða kókosolíuna og hella henni ásamt vanilludropum og hnetusmjöri saman við og blanda vel þar til blandan fer aðeins að klístrast saman.
 5. Rúllið næst varlega í kúlur, um ein matskeið fyrir hverja, raðið á bakka og kælið.
 6. Hægt er að geyma kúlurnar í vel lokuðu íláti í kæli í um 2 vikur.
Til hamingju granóla í hollustumolum

Mmmmm…..

Heilsunammi

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun