
Það styttist í sjálfan Konudaginn og mig langaði til þess að koma með gómsætar hugmyndir fyrir þá sem vilja gleðja konuna í lífi sínu þann dag!

Hér er ég búin að útbúa dýrindis perupúns í undurfallegum Broste Smoke cocktail glösum frá Húsgagnahöllinni ásamt því að setja saman ostabakka og gera hrikalega góðar sveppasnittur! Veitingarnar eru bornar fram á plöttum frá DutchDeluxes sem eru alveg ótrúlega flottir að mínu mati.

Perupúns og svepparist
Perupúns uppskrift
Uppskrift dugar í 2 glös
- 100 ml perusafi
- 2 tsk. sítrónusafi
- 1 msk. sykur
- 200 ml ginger ale
- Perusneiðar til skrauts
- Hrærið saman perusafa, sítrónusafa og sykri þar til sykurinn er uppleystur.
- Skiptið niður í tvö glös og fyllið á með ginger ale og skreytið með perusneið.

Svepparist uppskrift
Uppskrift fyrir 10 snittur
- 10 sneiðar af snittubrauði (um ½ brauð)
- 200 g kastaníusveppir
- 100-150 g Ricotta ostur
- 2 x hvítlauksrif
- Smjör til steikingar
- Ólífuolía
- Salt, pipar og hvítlauksduft
- Timian til skrauts
- Hitið ofninn í 200°C.
- Penslið snittubrauðið báðu megin með ólífuolíu og ristið í ofni í 3-5 mínútur þar til það fer aðeins að gyllast.
- Takið brauðið út og nuddið með hvítlauksrifi sem skorið hefur verið til helminga, geymið.
- Skerið sveppi í sneiðar og hvítlauk smátt niður og steikið upp úr smjöri þar til mýkist, kryddið til með salti, pipar og hvítlauksdufti, geymið.
- Smyrjið um einni matskeið af Ricotta osti yfir hverja brauðsneið, setjið næst á hana sveppablöndu og skreytið með fersku timian.

Beikonvafðar döðlur
- 10 döðlur
- 5 beikonsneiðar
- 2 msk. sýróp
- ¼ tsk. Cheyenne pipar
- Skerið beikonsneiðar til helminga og vefjið því utan um döðlurnar.
- Setjið í 200°C heitan ofn í um 10-15 mínútur eða þar til beikonið fer að dekkjast.
- Hrærið saman sýrópi og Cheyenne pipar og hellið yfir döðlurnar þegar þær eru komnar í skál/á bakka.

Ohhh þetta var allt svo gott og passaði fullkomlega vel saman.

Ég er mikið búin að vera að prófa uppskriftir það sem af er ári sem ekki innihalda kjöt. Það er alveg fullt gómsætt hægt að gera með því móti, líkt og þessar dásamlegu snittur.
