
Það er alltaf gott að fá sér boost, hvort sem það er í morgunmat, millimál, hádegismat eða hvað sem er! Ég geri yfirleitt fulla könnu á hverjum morgni og þeir fá sér sem vilja. Ef það er afgangur helli ég honum í glas/glös, plasta og set inn í ísskáp. Því get ég síðan lofað að þeir eru alltaf drukknir yfir daginn svo engin sóun verður á slíku, bara minni fyrirhöfn heldur en að þurfa að fara að hræra aftur í nýjan.

Sumarsjeik
Uppskrift dugar í 8 lítil glös (eins og á myndinni)
- 600 ml vanillublanda
- 50 g kókosflögur
- 350 g frosnir ávextir (ananas, mangó og papaya)
- 2 bananar
- 2 msk. chia fræ
- Allt sett saman í blandara og blandað vel, skipt niður í glös.
