Föstudagspizzan



⌑ Samstarf ⌑
Tacopizza með hakki og snakki

Föstudagspizza…..eða mánudagspizza, ég get ekki séð hver er munurinn á því þar sem það er alltaf réttur tími fyrir pizzu!

Föstudagspizzan

Ég var að prófa nýtt ítalskt pizzabotnaduft frá Toro og almáttugur hvað það kom vel út! Ég las aftan á pakkann og sá það þurfti bara að segja kalt…..já kalt vatn, og ólífuolíu. Nú jæja, ég ákvað að hlýða fyrirmælum til tilbreytingar og viti menn, þetta var eitt mest djúsí pizzadeig sem ég hef smakkað. Frábrugðið mörgum sem ég hef gert en einmitt svo dásamlegt að fá smá tilbreytingu svo mér er sannarlega óhætt að mæla með þessari snilld!

Mexíkópizza og föstudagspizza

Föstudagspizzan

Uppskrift dugar í tvær stórar pizzur eða fjórar minni

Pizzabotnar

  • 1 x Toro italiensk pizzabunn
  • 300 ml kalt vatn
  • 50 ml ólífuolía
  1. Setjið vatn, olíu og hráefnin í Toro pokanum saman í hrærivélarskálina.
  2. Hnoðið með króknum í nokkrar mínútur og færið síðan yfir á borð.
  3. Deigið er frekar klístrað en það er best að bæta engu hveiti við, setjið frekar örlítið af matarolíu á hendurnar og hnoðið deiginu í kúlu.
  4. Penslið skál að innan með smá matarolíu, veltið deigkúlunni upp úr svo hún hjúpist olíu, plastið skálina og leyfið að hefast í 30-60 mínútur á meðan þið undirbúið annað.
  5. Stillið síðan ofninn á 275°C (eða það hæsta sem er í boði), skiptið deiginu í tvo hluta og þrýstið út á ofnskúffu með bökunarpappír undir.
  6. Gott er að hafa botninn þunnan svo pizzan nær langleiðina út í kantana á ofnskúffunni en þó ekki alveg. Einnig væri í lagi að gera 3-4 minni hringlaga pizzur sé þess óskað.

Álegg á pizzu 1

  • Pizzasósa
  • Rifinn ostur
  • Rauðlaukur
  • Sveppir
  • Ananas
  • Pepperoni
  • Rjómaostur
  • Timian

Álegg á pizzu 2

  • Pizzasósa
  • Rifinn ostur
  • Um 300 g steikt hakk með Tacokryddi
  • Kirsuberjatómatar
  • Nachosflögur
  • Sýrður rjómi
Einfaldur pizzabotn frá Toro

Einn poki af þessu pizzadufti dugar í tvær stórar ofnskúffu-pizzur! Toro italiensk pizzabunn fæst í Krónunni, Fjarðarkaup og Melabúðinni.

Heimatilbúin pizza með snakki

Við vorum öll svakalega hrifin af þessari einföldu tacopizzu, hún kláraðist alveg upp til agna.

Pizza pepperoni og rjómaostur

Svo er pizza með pepperoni og einhverju gúmelaði alltaf klassísk.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun