Kókosbollu bollakökur⌑ Samstarf ⌑
Chocolate dipped cupcakes

Þessar bollakökur eru sannarlega með kremtopp í lagi! Flöffí sykurpúðakrem sem ekkert mál er að gera er sett á kökurnar og fryst í stutta stund áður en þeim er síðan dýft í súkkulaði, namm!

Bollakökur með kókosbollukremi

Hversu girnilegar!

Súkkulaðihjúpaðar bollakökur

Kókosbollubollakökur

Athugið að gott er að setja pappaform ofan í álform til þess að kökurnar haldi fallegri lögun og auðveldara sé að fylla formin. Í þessari uppskrift má fylla um ¾ af forminu þar sem kremið er mikið og gott að hafa kökuna eins stóra og mögulegt er.

Bollakökur uppskrift

 • 1 x Betty Crocker Devils Food Cake Mix
 • 4 egg
 • 125 ml matarolía
 • 250 ml vatn
 • 3 msk. bökunarkakó
 • 100 g brætt suðusúkkulaði
 1. Hitið ofninn í 160°C og takið til bollakökuform.
 2. Hrærið saman eggjum, olíu og vatni.
 3. Bætið kökudufti og bökunarkakó saman við og hrærið í nokkrar mínútur.
 4. Að lokum fer brædda súkkulaðið í blönduna og henni síðan skipt niður í um 20 bollakökuform.
 5. Kælið kökurnar og útbúið síðan kremið.

Kókosbollukrem uppskrift

 • 6 eggjahvítur
 • 500 g sykur
 • 100 ml vatn
 • 1 tsk. Cream of tartar
 • 1 msk. vanilludropar
 1. Pískið saman eggjahvítur, sykur, vatn og Cream of tartar í skál.
 2. Setjið skálina yfir pott með sjóðandi vatni og hrærið í þar til þið finnið að sykurinn er orðinn uppleystur og blandan orðin volg, færið hana þá yfir í hrærivélarskálina (eða þeytið með handþeytara).
 3. Þeytið á hæsta hraða þar til stífir toppar myndast (um 10-12 mínútur í hrærivél).
 4. Bætið vanilludropunum saman við í lokin og þeytið í um eina mínútu til viðbótar.
 5. Setjið kremið í stóran hringlaga sprautustút og sprautið eins ísmunstri ofan á hverja köku (um 3 hringir).
 6. Stingið kökunum í frysti í 15-30 mínútur og dýfið þeim síðan í súkkulaði.

Hjúpur

 • 500 g suðusúkkulaði
 • 3 msk. ljós matarolía
 1. Bræðið súkkulaði og hrærið matarolíu síðan vel saman við til að þynna aðeins.
 2. Setjið súkkulaðiblönduna í grannt og djúpt ílát (þó þannig að höndin ykkar og kakan komist að).
 3. Sækið eina og eina köku í frystinn og dýfið eins og þið séuð að setja ídýfu á ís.
 4. Haldið á hvolfi á meðan súkkulaðið lekur af og snúið síðan upprétt og leggið á disk.
 5. Mikilvægt er að geyma kökurnar í kæli þar til þær eru borðaðar.
Betty Crocker Cake Mix in cupcakes

Það er alls ekki flókið að útbúa svona dásemdar bollakökur og þær eru sko sannarlega þess virði, trúið mér!

Bollakökur með frosting kremi í súkkulaðhjúp

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun