
Litlu Landmannalaugar er falin perla á miðju Reykjanesinu. Við fórum í gönguferð þangað á dögunum með Fjallhalla Adventurers og mikið sem leiðin var falleg.

Hvar sem við gengum var litadýrð og eitthvað áhugavert að sjá.

Það er ótrúlega magnað að í einu gili þarna á Reykjanesi leynist „mini“ útgáfa af hálendissvæðinu í kringum Landmannalaugar.

Sjáið bara þessa fegurð!

Keilir er fallegur úr fjarska!

Gengið er meðfram fallega Grænavatni á Reykjanesi.

Eldgosið í Geldingadölum sést hér úr fjarska.

Nestispásur eru mikilvægar. Að þessu sinni stoppuðum í Bæjarbakarí í Hafnarfirði á leiðinni og redduðum málunum. Það þarf sannarlega ekki alltaf að hafa mikið fyrir þessu, haha!

Næst er komið að Spákonuvatni en það er undurfallegt!

Mjög mikilvægt að taka eina „skómynd“ alls staðar, hahaha! Þessa Mammut gönguskó keypti ég í vor í Ellingsen og þeir hafa sannarlega reynst mér vel, aldrei fengið hælsæri og ekkert vesen. Þeir eru vel háir og passa upp á bilaða ökklann minn og ég sé fyrir mér að ganga á þeim allar göngur í sumar.

Upp, upp, upp á fjall……

Á gönguleiðinni er farið upp við Spákonuvatn og þá blasir Djúpavatn við í allri sinni dýrð. Gengið er á hryggnum meðfram vatninu svolitla stund en síðan aftur niður að jarðhitasvæðinu við Litlu Landmannalaugar.

Ekki er útsýnið yfir landslagið síðra úr hinni áttinni og ótrúlega magnað að sjá þessa liti.

Þar sem ég get aldrei hætt að taka myndir fylgja hér nokkrar til viðbótar……..

Fegurð!
