S’mores á grillið



⌑ Samstarf ⌑
grillaðir sykurpúðar með súkkulaði

Það er ekki hægt annað en að elska S’mores! Það hreinlega klístrast sykurpúði og súkkulaði um allt í bland við heitt hafrakex og almáttugur minn hvað þetta er gott, hahahaha!

Hér fyrir ofan í myndbandinu sjáið þið hversu einfalt þetta er!

hafrakex súkkulaði og sykurpúðar á grillið

Þegar maður hefur búið í Bandaríkjunum veit maður að þetta er hinn eini sanni eftirréttur á grillið og hann er víst til í ýmsum útfærslum! Í grunninn er þó alltaf notast við hafrakex, sykurpúða og súkkulaði þó svo það megi auðvitað leika sér með slíkt eins og maður vill.

Grillaðir sykurpúðar með súkkulaði

S‘mores

Uppskrift gefur sex S‘mores eftirréttasamlokur

S’mores uppskrift

  • 12 Lu Digestive hafrakex
  • 250 g Milka mjólkursúkkulaði
  • 12 sykurpúðar (klassísk stærð)
  1. Raðið hafrakexi á álbakka.
  2. Setjið um 4 kassa af súkkulaði ofan á hvert kex, næst sykurpúðana og aftur 4 kassa af súkkulaði ofan á.
  3. Leggið annað hafrakex ofan á súkkulaðið og grillið á lágum hita í nokkrar mínútur.
  4. Gott er að hafa grillið lokað og taka af þegar sykurpúðarnir fara að dökkna aðeins og súkkulaðið að bráðna.
Milka súkkulaði í S'mores og grillaða sykurpúða

SLURP!

sykurpúðar í hafrakexi á grillið

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun