
Hnetustykki eru svo góð og æðislegt að eiga þau til að grípa í nesti eða sem millimál. Við tókum þessa mola með í göngu um helgina og fólk var ansi sátt með þá í nestispásunni.

Hnetumolar með súkkulaði
- 170 g Til hamingju kasjúhnetur
- 100 g Til hamingju pekanhnetur
- 70 g Til hamingju graskersfræ
- 60 g Til hamingju þurrkuð trönuber
- 50 g Til hamingju tröllahafrar
- 100 g hlynsýróp
- 50 g púðursykur
- 2 tsk. vanilludropar
- ½ tsk. salt
- 80 g suðusúkkulaði
- Hitið ofninn í 175°C og setjið bökunarpappír í ferkantað mót sem er um 25 x 25 cm. Gott er að láta pappírinn ná upp fyrir kantana svo auðveldara verði að lyfta hnetublöndunni upp úr eftir bakstur til að skera hana.
- Hrærið hnetur, fræ, trönuber og tröllahafra saman í skál.
- Hitið sýróp, púðursykur, vanilludropa og salt saman í potti þar til sykurinn leysist upp, takið af hellunni þegar blandan byrjar að sjóða.
- Hellið yfir hnetublönduna og blandið saman við með sleif.
- Þjappið í bökunarformið og bakið í 20 mínútur, leyfið að kólna í um 30 mínútur áður en þið lyftið blöndunni upp úr.
- Skerið niður í 16 bita á pappírnum án þess að taka í sundur. Bara gott að skera áður en blandan er fryst með súkkulaðinu.
- Bræðið súkkulaðið og dreifið því yfir hnetublönduna, setjið í frysti í um 20 mínútur og losið hnetumolana síðan í sundur og njótið.

Mmmm…….

Þessir molar hittu aldeilis í mark!
