Hnetumolar með súkkulaði



⌑ Samstarf ⌑
Hollt heimagerð nammi með hnetum

Hnetustykki eru svo góð og æðislegt að eiga þau til að grípa í nesti eða sem millimál. Við tókum þessa mola með í göngu um helgina og fólk var ansi sátt með þá í nestispásunni.

Hollir hnetukubbar

Hnetumolar með súkkulaði

  • 170 g Til hamingju kasjúhnetur
  • 100 g Til hamingju pekanhnetur
  • 70 g Til hamingju graskersfræ
  • 60 g Til hamingju þurrkuð trönuber
  • 50 g Til hamingju tröllahafrar
  • 100 g hlynsýróp
  • 50 g púðursykur
  • 2 tsk. vanilludropar
  • ½ tsk. salt
  • 80 g suðusúkkulaði
  1. Hitið ofninn í 175°C og setjið bökunarpappír í ferkantað mót sem er um 25 x 25 cm. Gott er að láta pappírinn ná upp fyrir kantana svo auðveldara verði að lyfta hnetublöndunni upp úr eftir bakstur til að skera hana.
  2. Hrærið hnetur, fræ, trönuber og tröllahafra saman í skál.
  3. Hitið sýróp, púðursykur, vanilludropa og salt saman í potti þar til sykurinn leysist upp, takið af hellunni þegar blandan byrjar að sjóða.
  4. Hellið yfir hnetublönduna og blandið saman við með sleif.
  5. Þjappið í bökunarformið og bakið í 20 mínútur, leyfið að kólna í um 30 mínútur áður en þið lyftið blöndunni upp úr.
  6. Skerið niður í 16 bita á pappírnum án þess að taka í sundur. Bara gott að skera áður en blandan er fryst með súkkulaðinu.
  7. Bræðið súkkulaðið og dreifið því yfir hnetublönduna, setjið í frysti í um 20 mínútur og losið hnetumolana síðan í sundur og njótið.
Hnetunammi með til hamingju pekanhnetum

Mmmm…….

Heimagert hnetunammi

Þessir molar hittu aldeilis í mark!

Hnetumolar

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun