„S‘mores brownies“⌑ Samstarf ⌑
Brownies með sykurpúðum

OMG! Ef ykkur langar í súkkulaði og sykurpúðaklístraða köku sem bráðnar í munni þá er þetta eitthvað fyrir ykkur!

„S‘mores brownies“

Um er að ræða útfærslu af S’mores brúnku sem ég bætti nýja uppáhalds namminu mínu við og útkoman varð algjör sprengja!

Blaut brownie kaka

„S‘mores brownies“ uppskrift

 • 280 g smjör
 • 350 g púðursykur
 • 4 egg
 • 1 tsk. vanilludropar
 • 150 g hveiti
 • 150 g Cadbury bökunarkakó
 • 1 tsk. salt
 • 100 g mini sykurpúðar
 • 150 g súkkulaðidropar
 • 320 g Dumle Snacks „choco chewies“
 1. Klæðið ferkantað kökumót að innan með smjörpappír (um 25×25 cm), spreyið síðan vel með PAM matarolíuspreyi.
 2. Hitið ofninn í 170°C.
 3. Bræðið smjörið og hrærið því saman við púðursykurinn í hrærivélinni.
 4. Setjið næst eggin saman við, eitt í einu og skafið niður á milli og þá mega vanilludroparnir fara saman við.
 5. Blandið saman hveiti, kakó og salti í skál og setjið saman við í nokkrum skömmtum, skafið niður á milli.
 6. Hellið deiginu í formið, sléttið úr og bakið í um 30 mínútur eða þar til prjónn kemur út með smá kökumylsnu á endanum.
 7. Setjið þá sykurpúða, súkkulaðidropa og Dumle Snacks ofan á, setjið grillið á ofninn við 200° C og setjið kökuna aftur í ofninn.
 8. Bakið í um 5 mínútur til viðbótar eða þar til sykurpúðarnir fara að dökkna aðeins, fylgist þó vel með því þeir geta brunnið snögglega!
 9. Kælið kökuna, takið upp úr forminu og skerið í bita.
Brownie kaka með dumle

Þetta Dumle nammi er svo hættulega gott að ég gæti mögulega borðað yfir mig af því eins og ég gerði forðum daga í USA með Macadamia Clusters úr Costco, hahahaha! En vonum ég kunni mér nú hóf svo ég geti haldið áfram að njóta þess um ókomna tíð!

Brownie kaka uppskrift

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun