
Djúsí súkkulaðikaka með súkkulaðismjörkremi er algjör klassík. Sé hún síðan borin fram á fallegum kökudiski verður hún enn betri, því get ég lofað!

Ivv Diamante kökudiskarnir frá Húsgagnahöllinni eru undurfallegir. Þeir færa hvaða köku sem er á æðra plan og gera veislu- eða kaffiborðið fallegra en annars. Síðan þó þeir heiti kökudiskar má að sjálfsögðu nota þá undir ýmislegt annað líkt og smárétti, bollakökur eða hvað sem hugurinn girnist. Það er einhvern vegin þannig að allar veitingar sem eru settar á disk á fæti verða girnilegri og fallegri.

Hægt er að fá Ivv Diamante kökudiskana í tveimur stærðum, getið kíkt á þá með því að smella á linkana hér fyrir neðan

Súkkulaðikaka drauma þinna uppskrift
Botnar uppskrift
- 240 g hveiti
- 350 g sykur
- 90 g bökunarkakó
- 2 tsk. matarsódi
- 1 tsk. salt
- 250 ml súrmjólk
- 150 ml matarolía
- 4 egg
- 250 ml heitt vatn
- 1 tsk. vanilludropar
- Hitið ofninn í 170°C.
- Hrærið saman öllum þurrefnum í eina skál og leggið til hliðar.
- Pískið eggin og blandið súrmjólk, olíu, vanilludropum og vatni saman við.
- Hellið vökvanum varlega saman við þurrefnin, hrærið og skafið niður á milli (deigið er þunnt).
- Takið til 4 x 15 cm smelluform, setjið bökunarpappír í botninn og spreyið vel með matarolíuspreyi.
- Skiptið deiginu jafnt á milli formanna og bakið í um 25-35 mínútur eða þar til prjónn kemur út með smá kökumylsnu á en ekki blautu deigi.
- Kælið alveg og skerið svo ofan af botnunum svo þeir verði alveg sléttir og kælið þá.
Súkkulaði smjörkrem uppskrift
- 250 g smjör við stofuhita
- 2 tsk. vanilludropar
- 4 msk. maple sýróp
- 80 g bökunarkakó
- 4 msk. rjómi
- 650 g flórsykur
- Þeytið saman smjör, vanilludropa og maple sýróp.
- Bætið kakó saman við og síðan flórsykri og rjóma til skiptis og skafið niður á milli.
- Hrærið þar til slétt súkkulaðikrem hefur myndast og setjið kökuna þá saman.
Samsetning
- Setjið 1 af 4 kökubotnum á kökudisk og smyrjið um 1,5 cm þykku lagi af kremi ofan á botninn.
- Setjið næsta botn ofan á og endurtakið þar til allir fjórir botnarnir eru komnir.
- Hjúpið þá kökuna á hliðunum og smyrjið kremi á toppinn. Skafið það vel af hliðunum til að ná fram „naked cake“ útliti og sléttið toppinn.
- Kælið á meðan þið útbúið ganaché og takið til stút og skraut.
- Setjið restina af kreminu í sprautupoka og notið stóran stjörnustút til að gera toppa þegar búið verður að setja ganaché á kökuna (ég notaði 2D frá Wilton).
Ganaché
- 100 g saxað suðusúkkulaði
- 80 ml rjómi
- Hitið rjómann að suðu og hellið yfir saxað súkkulaðið.
- Pískið saman þar til kekkjalaust súkkuaðikrem hefur myndast.
- Smyrjið því yfir kökuna og leyfið því að leka niður hliðarnar.
- Kælið kökuna í um 30 mínútur áður en þið skreytið.
- Skreytið með því að sprauta kremtoppa með súkkulaðikreminu og raðið einni Ferrero Rocher kúlu ofan á hvern kremtopp.

Það er nú síðan þannig að það er aldrei hægt að eiga of mikið af fallegum kökudiskum. Þessir eru klassískir og hefðarlegir og auðvelt að blanda þeim með hvaða stíl sem er af því að þeir eru glærir.
Það eru síðan heimagerðu kókosbollurnar frægu sem prýða hinn diskinn fyrir ykkur sem viljið spreyta ykkur á þeim.