
Þið vitið að ég elska allt með marsípani! Hér er búið að hnoða því saman við kökudeigið og drottinn minn hvað þetta er góð kaka!

Ylvolg eplakaka með ís eða rjóma er eitthvað sem allir kunna að meta með kaffinu!

Marsípan eplakaka uppskrift
- 2-3 jonagold epli (eftir stærð)
- 200 g smjör við stofuhita
- 80 g sykur
- 220 g Odense marsípan (þetta bleika)
- 2 tsk. vanilludropar
- 2 tsk. möndludropar
- 1 tsk. kanill
- ½ tsk. salt
- 4 egg
- 110 ml nýmjólk
- 250 g hveiti
- 2 tsk. lyftiduft
- Hitið ofninn í 175°C.
- Flysjið eplin og kjarnhreinsið. Skerið síðan til helminga og næst í þunnar skífur, geymið.
- Þeytið saman sykur og smjör þar til létt og ljóst.
- Brytjið niður marsípan og blandið því saman við og hrærið aðeins áfram og þá má setja vanillu- og möndludropa ásamt kanil og salti í skálina.
- Næst fara eggin útí, eitt í einu og skafið og hrærið vel saman á milli.
- Að lokum má síðan setja mjólkina og hveitiblönduna (gott að hræra lyftiduftinu fyrst saman við hveitið) á víxl í skálina, skafa niður á milli og blanda þar til þykkt, slétt og fallegt deig hefur myndast.
- Smyrjið smelluform vel að innan með smjöri (um 22 cm í þvermál) og sigtið smá hveiti yfir smjörið (til að koma í veg fyrir að kakan festist í forminu).
- Hellið deiginu í formið, sléttið úr og raðið eplaskífum þétt allan hringinn þar til kakan er þakin eplum.
- Bakið í um 70 mínútur eða þar til prjónn kemur út með smá kökumylsnu á en ekki blautu deigi.
- Gott er að setja álpappír laust yfir síðustu 20 mínúturnar í ofninum til að koma í veg fyrir að eplin dökkni of mikið.
- Njótið með vanilluís eða þeyttum rjóma.

Maðurinn minn sagði þetta væri alveg eins og möndlukaka í lúxusútgáfu svo það er nú eitthvað!

Dúnmjúk og bragðgóð….mmmmm!
