
Gott pastasalat stendur alltaf fyrir sínu, hvort sem það er heitt eða kalt! Þessi útfærsla hér minnti mig mikið á sesarsalat nema með pasta og pestó að auki, algjörlega fullkomin blanda!

Pestó pastasalat uppskrift
Fyrir um 4 manns
- 500 g Rigatoni pasta
- 1 krukka Sacla Basil Pesto (190 g)
- 2 kjúklingabringur (eldaðar)
- 200 g beikon
- Romaine salat
- 4 msk. söxuð fersk basilíka
- Brauðteningar
- Furuhnetur
- Ceasarsalat-dressing
- Eldið kjúklinginn og skerið í bita.
- Steikið og þerrið beikonið, gott er að hafa það stökkt og síðan skera niður.
- Sjóðið pasta og sigtið vatnið síðan frá.
- Blandið pestó saman við pastað, saxið salatið og blandið því ásamt basilíku, brauðteningum, kjúkling og beikoni saman.
- Berið fram með ceasarsalat-dressingu og furuhnetum.

Fljótlegt og gott hvort sem það er í hádegismat, kvöldmat, með í útileguna eða í gönguferðina!
