Sumarlegar snittur



⌑ Samstarf ⌑
Einfaldar sumarsnittur

Sumarið er sko sannarlega tíminn til að útbúa bruschettur og kósýheit. Hvort sem maður nær að njóta þeirra úti í garði eða inni við þá eru þær frábær smáréttur, forréttur eða hvað sem ykkur dettur í hug.

Snittur og hvítvín fyrir veisluna

Ég prófaði að þeyta ricotta ost og smyrja á ristað snittubrauð og almáttugur þetta var svoooo gott! Ég verð nú síðan að segja að þetta nýja svarta Muubs stell frá Húsgagnahöllinni er eitt það flottasta og mest töff sem ég hef séð lengi! Það var í það minnsta alls ekki leiðinlegt að raða veitingunum á og í svona falleg ílát.

Heimagerðar og einfaldar snittur

Sumarsnittur með Ricotta osti

Um 20 stykki

  • 1 snittubrauð
  • 250 g Ricotta ostur
  • 350 g kirsuberjatómatar
  • ½ rauðlaukur saxaður
  • 1 hvítlauksrif
  • Ólífuolía
  • 2 msk. söxuð basilíka
  • Hvítlauksduft
  • Salt og pipar
  1. Hitið ofninn í 200°C.
  2. Skerið snittubrauðið í sneiðar og penslið báðar hliðar með ólífuolíu, ristið í 3-5 mínútur í ofninum og leyfið þeim síðan að ná stofuhita.
  3. Þeytið Ricotta ostinn á meðan í hrærivél ásamt 1 matskeið af ólífuolíu, ½ tsk. af hvítlauksdufti og salti og pipar eftir smekk.
  4. Smyrjið næst vænu lagi af Ricottablöndu á hverja sneið.
  5. Skerið kirsuberjatómatana niður og blandið við rauðlaukinn í skál. Rífið hvítlauksrif saman við, setjið um 2 matskeiðar af ólífuolíu, basilíkuna og salt og pipar eftir smekk saman við.
  6. Setjið næst tómatablöndu yfir hverja sneið og njótið.
Bruschettur og hvítvín frá Muga

Gott hvítvín og snittur eru síðan hin fullkomna blanda!

Kúskús og snittur

Ég var líka með sumarlegt kúskús salat en uppskriftina af því finnið þið hér.

Hér eru síðan linkar á þessar fallegu skálar og disk.

Heimagerðar og einfaldar snittur

Hér undir snittunum er síðan lítill Muubs Ceto diskur.

sumarlegt snarl á bakka

Þessar litlu skálar eru síðan fullkomnar undir hnetur eða annað snarl.

Fallegur blómavasi

Muubs Ocean vasi er síðan undurfallegur, mig langar helst að hafa minn á eyjunni undir sleifar og þess háttar, má það ekki alveg annars, tíhí!

Fallegt hvítvínsglas

Þetta Ptmd Hadley vínglas er afar sumarlegt og fallegt!

Sumarlegar snittur

Þurrkuðu stráin, tuskurnar, brettið og annað sem þið sjáið á þessum myndum kemur einnig frá Húsgagnahöllinni.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun