
Kúskús er æðislegt hráefni sem að mínu mati er notað allt of sjaldan! Það er hægt að leika sér með þá á ýmsa vegu, hvort sem það er að útbúa salat úr því líkt og hér er gert eða hafa það sem meðlæti með öðrum mat.
Sumarlegt kúskús salat uppskrift
Fyrir 3-4
Kúskús
- 200 g Til hamingju kúskús
- 300 ml kjúklingasoð
- ½ agúrka
- ½ rauðlaukur
- 15 kirsuberjatómatar
- 2 eldaðar kjúklingabringur
- Sítrónudressing (sjá uppskrift að neðan)
- Graslaukur til skrauts
- Hitið kjúklingasoðið að suðu, slökkvið á hellunni og hrærið kúskús saman við. Setjið lokið á pottinn og leyfið að standa í 8-10 mínútur.
- Skerið agúrku, rauðlauk og tómata niður ásamt kjúklingabringunum.
- Losið kúskúsið varlega í sundur með gaffli og blandið öllu saman í skál.
- Hellið dressingu yfir salatið og njótið.
Dressing
- 3 msk. ólífuolía
- 1 sítróna, safinn
- 1 rifið hvítlauksrif
- 1 tsk. oregano
- ½ tsk. laukduft
- 1 tsk. salt
- ¼ tsk. pipar
- Hrærið öllu saman og hellið yfir kúskús salatið.
- Ef þið viljið bæta frekari sósu saman við þá er gott að nota Hellmann‘s Ceasar salad dressingu.

Þetta salat hitti algjörlega í mark á heimilinu og síðan var snilld að geta sett afganginn í box og nýtt í nesti daginn eftir því það geymist vel í kæli yfir nótt.
