Sumarlegt kúskús salat



⌑ Samstarf ⌑
Hvernig á að nota kúskús

Kúskús er æðislegt hráefni sem að mínu mati er notað allt of sjaldan! Það er hægt að leika sér með þá á ýmsa vegu, hvort sem það er að útbúa salat úr því líkt og hér er gert eða hafa það sem meðlæti með öðrum mat.

Sumarlegt kúskús salat uppskrift

Fyrir 3-4

Kúskús

  • 200 g Til hamingju kúskús
  • 300 ml kjúklingasoð
  • ½ agúrka
  • ½ rauðlaukur
  • 15 kirsuberjatómatar
  • 2 eldaðar kjúklingabringur
  • Sítrónudressing (sjá uppskrift að neðan)
  • Graslaukur til skrauts
  1. Hitið kjúklingasoðið að suðu, slökkvið á hellunni og hrærið kúskús saman við. Setjið lokið á pottinn og leyfið að standa í 8-10 mínútur.
  2. Skerið agúrku, rauðlauk og tómata niður ásamt kjúklingabringunum.
  3. Losið kúskúsið varlega í sundur með gaffli og blandið öllu saman í skál.
  4. Hellið dressingu yfir salatið og njótið.

Dressing

  • 3 msk. ólífuolía
  • 1 sítróna, safinn
  • 1 rifið hvítlauksrif
  • 1 tsk. oregano
  • ½ tsk. laukduft
  • 1 tsk. salt
  • ¼ tsk. pipar
  1. Hrærið öllu saman og hellið yfir kúskús salatið.
  2. Ef þið viljið bæta frekari sósu saman við þá er gott að nota Hellmann‘s Ceasar salad dressingu.
Til hamingju kúskús í salatið

Þetta salat hitti algjörlega í mark á heimilinu og síðan var snilld að geta sett afganginn í box og nýtt í nesti daginn eftir því það geymist vel í kæli yfir nótt.

Kúskús salat með kjúkling

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun