Kjúklingaspjót með sinnepsdressingu⌑ Samstarf ⌑
Grillaður kjúklingur

Sumarið er sannarlega tíminn fyrir grill og á dögunum útbjó ég nokkur skemmtileg uppskriftamyndbönd á grillinu með Innnes og hér kemur ein af þeim uppskriftum.

Þessi kjúklingaspjót voru undur ljúffeng og sumarleg, dressingin líka æði!

Kjúklingaspjót á grillið

Kjúklingaspjót með sinnepsdressingu

Uppskrift gefur um 8-10 spjót

Kjúklingaspjót uppskrift

 • 1 poki Rose Poultry kjúklingabringur (um 900 g)
 • Um 150-200 ml Caj P grillolía – Honey
 • 1 pakki sveppir
 • ½ – 1 kúrbítur
 • 1 rauð paprika
 • 1 gul paprika
 1. Skerið bringurnar niður í hæfilega stóra bita (um 3 x 3 cm) og leyfið þeim að marinerast upp úr grillolíunni í að minnsta kosti klukkustund (yfir nótt er líka í lagi).
 2. Skerið kúrbít og papriku niður, einnig sveppi í tvennt ef þeir eru mjög stórir.
 3. Raðið öllu upp á grillprik, grænmeti til skiptis við kjúkling.
 4. Grillið á vel heitu grilli í nokkrar mínútur á hvorri hlið eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Gott er að pensla grillolíu á spjótin (kjúkling og grænmeti) 1 – 2 x á meðan þau eru á grillinu.

Sinnepsdressing uppskrift

 • 230 g Heinz majónes
 • 60 g Heinz sætt sinnep
 • 1 msk. hlynsýróp
 • ½ tsk. salt
 • ½ tsk. hvítlauksduft
 • ¼ tsk. pipar
 1. Pískið saman þar til kekkjalaust og geymi í kæli fram að notkun.
Rose Poultry kjúklingabringur á grillið

Mmmmm….. þessi verða sko sannarlega gerð aftur á þessu heimili fljótlega.

Kjúklingaspjót með sinnepsdressingu

Einfalt, hollt og gott!

Grilluð kjúklingaspjót

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun